Strákarnir mættir aftur Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar 23. janúar 2012 07:00 Björgvin Páll Gústavsson gladdist með liðsfélögum sínum eftir sigurinn glæsilega á Ungverjum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Þegar búið er að lemja strákana okkar niður og þjóðin missir trú á þeim þá rísa þeir venjulega upp. Á því varð engin undantekning í gær er strákarnir spiluðu frábæran leik gegn Ungverjum og pökkuðu saman liðinu sem er búið að vinna Frakka og gera jafntefli við Spánverja á EM. Það var allt annað að sjá til liðsins í gær en þetta var besti leikur liðsins á mótinu til þessa. Vörnin aldrei verið sterkari, markvarslan var loksins eðlileg og sóknarleikurinn sem fyrr frábærlega útfærður. Svo má ekki geyma að liðið var án Alexanders Peterssonar og Aron Pálmarsson spilaði mjög þjáður. Leikgleðin skein úr hverju andlitiFyrsta korterið í leiknum var ekki nógu gott en eftir það tóku strákarnir öll völd á vellinum og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. Í síðari hálfleik héldu strákarnir uppteknum hætti og náðu mest sjö marka forskoti. Ungverjar náðu aldrei að ógna strákunum á nokkurn hátt og þægilegur sigur í höfn. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með strákunum í gær. Leikgleðin skein úr hverju andliti og menn tilbúnir að fórna sér hver fyrir annan. Samvinnan í varnarleiknum var algjörlega frábær og ekki veikan hlekk að finna. Björgvin Páll sýndi svo þann karakter sem hann býr yfir með því að rífa sig upp og verja marga frábæra bolta. Þar af tvö víti. Arnór eins og stríðsmaðurArnór lamdi menn áfram eins og harðfisk og hreint magnað að fylgjast með þessum mikla stríðsmanni á vellinum. Algjörlega til fyrirmyndar. Slíkt hið sama má segja um fyrirliðann Guðjón Val sem fór fyrir liðinu með jákvæðu hugarfari daginn fyrir leik og hefur svo látið verkin tala á vellinum með hverjum stórleiknum á fætur öðrum. Ásgeir Örn leysti Alexander af hólmi og var algjörlega frábær í vörninni og spilaði vel. Aron skilaði góðu verki þrátt fyrir meiðsli og Þórir klúðrar vart skoti. Róbert líka búinn að vera magnaður og stóð vaktina á báðum endum vel. Vignir Svavarsson hefur svo verið frábær í vörn og skorað gríðarlega mikilvæg hraðaupphlaupsmörk. Virkilega gaman að fylgjast með honum. Ungu strákarnir voru síðan áræðnir og komu sprækir inn. Það var allt jákvætt við þennan frábæra sigur liðsheildarinnar. Haldi liðið áfram á þessari braut mun það velgja Spánverjum og Frökkum undir uggum. Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Þegar búið er að lemja strákana okkar niður og þjóðin missir trú á þeim þá rísa þeir venjulega upp. Á því varð engin undantekning í gær er strákarnir spiluðu frábæran leik gegn Ungverjum og pökkuðu saman liðinu sem er búið að vinna Frakka og gera jafntefli við Spánverja á EM. Það var allt annað að sjá til liðsins í gær en þetta var besti leikur liðsins á mótinu til þessa. Vörnin aldrei verið sterkari, markvarslan var loksins eðlileg og sóknarleikurinn sem fyrr frábærlega útfærður. Svo má ekki geyma að liðið var án Alexanders Peterssonar og Aron Pálmarsson spilaði mjög þjáður. Leikgleðin skein úr hverju andlitiFyrsta korterið í leiknum var ekki nógu gott en eftir það tóku strákarnir öll völd á vellinum og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. Í síðari hálfleik héldu strákarnir uppteknum hætti og náðu mest sjö marka forskoti. Ungverjar náðu aldrei að ógna strákunum á nokkurn hátt og þægilegur sigur í höfn. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með strákunum í gær. Leikgleðin skein úr hverju andliti og menn tilbúnir að fórna sér hver fyrir annan. Samvinnan í varnarleiknum var algjörlega frábær og ekki veikan hlekk að finna. Björgvin Páll sýndi svo þann karakter sem hann býr yfir með því að rífa sig upp og verja marga frábæra bolta. Þar af tvö víti. Arnór eins og stríðsmaðurArnór lamdi menn áfram eins og harðfisk og hreint magnað að fylgjast með þessum mikla stríðsmanni á vellinum. Algjörlega til fyrirmyndar. Slíkt hið sama má segja um fyrirliðann Guðjón Val sem fór fyrir liðinu með jákvæðu hugarfari daginn fyrir leik og hefur svo látið verkin tala á vellinum með hverjum stórleiknum á fætur öðrum. Ásgeir Örn leysti Alexander af hólmi og var algjörlega frábær í vörninni og spilaði vel. Aron skilaði góðu verki þrátt fyrir meiðsli og Þórir klúðrar vart skoti. Róbert líka búinn að vera magnaður og stóð vaktina á báðum endum vel. Vignir Svavarsson hefur svo verið frábær í vörn og skorað gríðarlega mikilvæg hraðaupphlaupsmörk. Virkilega gaman að fylgjast með honum. Ungu strákarnir voru síðan áræðnir og komu sprækir inn. Það var allt jákvætt við þennan frábæra sigur liðsheildarinnar. Haldi liðið áfram á þessari braut mun það velgja Spánverjum og Frökkum undir uggum.
Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira