Handbolti

Kári Kristján skoraði þrjú mörk er Wetzlar tapaði

Kári Kristján Kristjánsson og félagar í Wetzlar urðu af mikilvægum stigum í þýska handboltanum í dag er þeir fengu Melsungen í heimsókn.

Melsungen vann leikinn, 25-26. Leikurinn hnífjafn allan tímann. Melsungen komst í 25-26 þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum og hvorugu liðinu tókst að skora eftir það.

Wetzlar eftir sem áður í tólfta sæti af átján. Kári Kristján skoraði þrjú mörk í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×