Handbolti

Kiel í litlum vandræðum með Hamburg | Stefnir í fullkomið tímabil

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er að skrá nafn sitt í sögubækurnar.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er að skrá nafn sitt í sögubækurnar. Mynd. Getty Images
Það stefnir svo sannarlega í fullkomið tímabil hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Kiel en liðið bar sigur úr býtum, 38-34, gegn Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Kiel hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu og stefna ótröðum á hið fullkomna tímabil. Eftir sigurinn í dag hefur liðið unnið 30 leiki í röð sem er með hreinum ólíkindum.

Kiel tryggði sér þýska meistaratitilinn fyrir þó nokkru og eru en þrjár umferðir eftir af tímabilinu. Kiel á eftir að mæta Großwallstadt, Eintracht Hildesheim og Gummersbach í næstu leikjum og það verður að teljast gríðarlega líklegt að félagið fari í gegnum heilt tímabil án þess að tapa stigi.

Aron Pálmason, leikmaður Kiel, kom við sögu í leiknum í dag og skoraði eitt mark. Kim Andersson gerði 11 mörk fyrir Kiel og Momir Ilic níu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×