Handbolti

Refirnir frá Berlín hökkuðu Sverre og félaga í sig

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson.
Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin styrktu stöðu sína í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar er liðið vann öruggan heimasigur á Grosswallstadt.

Lokatölur 35-19 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 15-10.

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Berlin í leiknum.

Sverre Andreas Jakobsson komst ekki á blað hjá Grosswallstadt en fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa fengið þrjár tveggja mínútna brottvísanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×