Handbolti

AG mætir Barcelona í Meistaradeildinni

Ólafur Stefánsson spilar með AG.
Ólafur Stefánsson spilar með AG.
Nú morgun var dregið í átta lið úrslit Meistaradeildar Evrópu. Íslendingaliðið AG frá Kaupmannahöfn fékk heldur betur risavaxið verkefni enda mætir AG spænska stórliðinu Barcelona.

Lið Alfreðs Gíslasonar, Kiel, fær einnig verðugt verkefni en Aron Pálmarsson og félagar fá að glíma við Ivano Balic og félaga í Croatia Zagreb.

Lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, spilar aftur á móti gegn spænska liðinu Ademar Leon.

Drátturinn:

AG - Barcelona

Ademar Leon - Füchse Berlin

Croatia Zagreb - Kiel

Cimos Koper - Atletico Madrid




Fleiri fréttir

Sjá meira


×