Handbolti

Björgvin Páll og félagar teknir í kennslustund - Löwen vann Wetzlar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Björgvin Páll Gústavsson og félagar í SC Magdeburg fengu slæman skell í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar Magdeburg-liðið tapaði með 11 mörkum á útivelli á móti Flensburg. Rhein-Neckar Löwen vann á sama tíma þriggja marka heimasigur á Wetzlar í slag tveggja Íslendingaliða.

Flensburg-Handewitt vann Magdeburg 32-21 en þetta var fimmta tap Magdeburg í röð á útivelli. Flensburg komst í 14-4 og var 19-8 yfir í hálfleik. Björgvin varði aðeins 1 af 15 skotum á fyrstu 18 mínútum leiksins en lék engu að síður allan leikinn og endaði með átta bolta varða.

Rhein-Neckar Löwen þurfti að hafa fyrir 28-25 heimasigri á Wetzlar en þetta var sjöundi heimasigur Löwen-liðsins í röð á sama tíma og Wetzlar hefur nú tapað sex síðustu leikjum sínum í deildinni. Kári Kristjánsson skoraði 5 mörk fyrir Wetzlar en Róbert Gunnarsson komst ekki á blað hjá Löwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×