Ójafn leikur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Enn og aftur hefur Ísrael misboðið heimsbyggðinni með yfirgangi sínum gagnvart Palestínumönnum. Sú samúð sem málstaður Ísraelsríkis naut einu sinni víðast hvar á Vesturlöndum er á hröðu undanhaldi. Undantekningin er viðbrögð í Bandaríkjunum, sem ævinlega standa við bakið á stjórnvöldum í Ísrael. Obama Bandaríkjaforseti hefur sagt að Ísrael hafi rétt til að verja sig gegn árásum herskárra Palestínumanna, þótt hann hvetji einnig ísraelsk stjórnvöld til að ganga ekki of langt gagnvart Palestínumönnum og forðast að ráðast á almenna borgara. Það er rétt eins langt og það nær að Ísrael á rétt á að verjast hryðjuverkaárásum öfgahópa á Gaza. Það er fremur lélegum vopnum vígamannanna og góðum vörnum Ísraela að þakka að fáir hafa fallið í árásunum en að hryðjuverkahóparnir reyni að komast hjá því að hæfa heimili almennra borgara í Ísrael. Það er líka rétt að Hamas-hreyfingin, sem fer með völdin á Gaza, hefur beint og óbeint stutt eldflaugaárásirnar á almenning í Ísrael og þannig gefið stjórnvöldum þar afsökun til að svara með valdbeitingu. Framganga leiðtoga Hamas hefur raunar ekki verið málstað Palestínumanna til framdráttar nema síður sé. Viðbrögð Ísraelsmanna eru hins vegar úr öllu hlutfalli við ógnina sem að þeim steðjar. Leikurinn er gríðarlega ójafn; einum öflugasta og tæknivæddasta her í heimi er beitt gegn illa skipulögðum og vopnuðum vígamönnum. Verst af öllu eru drápin á saklausum borgurum, sem eru helmingur fallinna á Gaza í þessari síðustu árásarhrinu, að ótöldu því tjóni sem verður á eignum, umhverfi og lífsviðurværi fólksins á Gaza sem bjó við þröngan kost fyrir. Engar einfaldar lausnir eru á yfirgengilega flóknum deilum Ísraels og Palestínumanna. Oft hefur samkomulag um frið og almenna viðurkenningu sjálfstæðs palestínsks ríkis virzt innan seilingar en herská öfl á báða bóga spilla ævinlega friðarvonum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra benti réttilega á það á mótmælafundi við bandaríska sendiráðið í Reykjavík í gær að í krafti öflugs stuðnings síns við Ísrael væru Bandaríkjamenn í stakk búnir að grípa í taumana og útskýra fyrir bandamönnum sínum að svona gætu þeir ekki komið fram. En bandamenn Hamas verða líka að útskýra fyrir samtökunum að það sé tómt mál að tala um sjálfstætt palestínskt ríki nema öryggi Ísraels sé um leið tryggt. Báðir þurfa að gefa eftir ef einhver lausn á að finnast. Íslenzk stjórnvöld eiga að mótmæla framferði Ísraels harðlega. Tal um að Ísland eigi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael er hins vegar út í hött. Við höfum ekki slitið stjórnmálasambandi við einræðisríki sem beita nágranna sína eða eigin þegna ofbeldi. Ísrael er þrátt fyrir allt lýðræðisríki, sem hægt er að eiga við samræður og samskipti. Þær leiðir á Ísland að nota til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, auk þess að taka þátt í því með öðrum ríkjum á alþjóðlegum vettvangi að setja þrýsting á Ísrael að stöðva blóðbaðið á Gaza. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Enn og aftur hefur Ísrael misboðið heimsbyggðinni með yfirgangi sínum gagnvart Palestínumönnum. Sú samúð sem málstaður Ísraelsríkis naut einu sinni víðast hvar á Vesturlöndum er á hröðu undanhaldi. Undantekningin er viðbrögð í Bandaríkjunum, sem ævinlega standa við bakið á stjórnvöldum í Ísrael. Obama Bandaríkjaforseti hefur sagt að Ísrael hafi rétt til að verja sig gegn árásum herskárra Palestínumanna, þótt hann hvetji einnig ísraelsk stjórnvöld til að ganga ekki of langt gagnvart Palestínumönnum og forðast að ráðast á almenna borgara. Það er rétt eins langt og það nær að Ísrael á rétt á að verjast hryðjuverkaárásum öfgahópa á Gaza. Það er fremur lélegum vopnum vígamannanna og góðum vörnum Ísraela að þakka að fáir hafa fallið í árásunum en að hryðjuverkahóparnir reyni að komast hjá því að hæfa heimili almennra borgara í Ísrael. Það er líka rétt að Hamas-hreyfingin, sem fer með völdin á Gaza, hefur beint og óbeint stutt eldflaugaárásirnar á almenning í Ísrael og þannig gefið stjórnvöldum þar afsökun til að svara með valdbeitingu. Framganga leiðtoga Hamas hefur raunar ekki verið málstað Palestínumanna til framdráttar nema síður sé. Viðbrögð Ísraelsmanna eru hins vegar úr öllu hlutfalli við ógnina sem að þeim steðjar. Leikurinn er gríðarlega ójafn; einum öflugasta og tæknivæddasta her í heimi er beitt gegn illa skipulögðum og vopnuðum vígamönnum. Verst af öllu eru drápin á saklausum borgurum, sem eru helmingur fallinna á Gaza í þessari síðustu árásarhrinu, að ótöldu því tjóni sem verður á eignum, umhverfi og lífsviðurværi fólksins á Gaza sem bjó við þröngan kost fyrir. Engar einfaldar lausnir eru á yfirgengilega flóknum deilum Ísraels og Palestínumanna. Oft hefur samkomulag um frið og almenna viðurkenningu sjálfstæðs palestínsks ríkis virzt innan seilingar en herská öfl á báða bóga spilla ævinlega friðarvonum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra benti réttilega á það á mótmælafundi við bandaríska sendiráðið í Reykjavík í gær að í krafti öflugs stuðnings síns við Ísrael væru Bandaríkjamenn í stakk búnir að grípa í taumana og útskýra fyrir bandamönnum sínum að svona gætu þeir ekki komið fram. En bandamenn Hamas verða líka að útskýra fyrir samtökunum að það sé tómt mál að tala um sjálfstætt palestínskt ríki nema öryggi Ísraels sé um leið tryggt. Báðir þurfa að gefa eftir ef einhver lausn á að finnast. Íslenzk stjórnvöld eiga að mótmæla framferði Ísraels harðlega. Tal um að Ísland eigi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael er hins vegar út í hött. Við höfum ekki slitið stjórnmálasambandi við einræðisríki sem beita nágranna sína eða eigin þegna ofbeldi. Ísrael er þrátt fyrir allt lýðræðisríki, sem hægt er að eiga við samræður og samskipti. Þær leiðir á Ísland að nota til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, auk þess að taka þátt í því með öðrum ríkjum á alþjóðlegum vettvangi að setja þrýsting á Ísrael að stöðva blóðbaðið á Gaza.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun