Ungverjar tryggðu sér leik gegn Íslandi í fjórðungsúrslitum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 6. ágúst 2012 10:05 Ungverjar fagna sigrinum á Serbíu. Nordic Photos / AFP Ungverjaland verður andstæðingur Íslands í 8-liða úrslitum handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í London. Ungverjar tryggðu sig áfram sem síðasta liðið úr B-riðli með góðum sigri á Serbum nú í morgunsárið. Lokatölur voru 26-23 fyrir Ungverja sem voru þó tveimur mörkum undir í hálfleik. Gríðarlega öflugur varnarleikur í þeim síðari, ásamt góðri frammistöðu Nandor Fazekas í markinu, sá til þess að Ungverjar sigu fram úr á réttu augnabliki og unnu leikinn. Tamas Mocsai átti einnig frábæran leik og skoraði níu mörk, þar af sjö í seinni hálfleik. Ísland leikur gegn Bretlandi klukkan 15.15 í dag en strákarnir okkar hafa þegar tryggt sér sigur í A-riðlinum. Fjórðungsúrslitin hefjast á miðvikudaginn. Ungverjar byrjuðu leikinn mjög vel og komust í 3-1 eftir fimm mínútna leik. Skytturnar Laszlo Nagy og Ferenc Ilyes fóru vel af stað og virtust hafa gefið tóninn fyrir leikinn. En skyndilega small varnarleikur Serba og þeir skelltu í lás. Serbía skoraði sex af næstu sjö mörkum leiksins og Ungverjar áttu í miklum vandræðum. Darko Stanic, markvörðurinn öflugi sem sló í gegn á EM í janúar, fylgdi með og sýndi nokkur mögnuð tilþrif. Nagy og Ilyes, sem skoruðu fyrstu mörk Ungverja í leiknum, voru nánast gagnslausir gegn serbnesku vörninni og kom Nagy ekkert við sögu í síðari hluta fyrri hálfleiksins. En Ungverjar eiga fleiri vopn í búrinu og Tomas Mocsai reyndist þeim drjúgur á lokakaflanum, þegar Ungverjar náðu loksins að koma sér aftur inn í leikinn. Munurinn í hálfleik var tvö mörk, 11-9, og Serbar náðu að halda þeirri forystu fyrstu mínútur seinni hálfleiksins. Ungverjar breyttu þó um áherslur í varnarleik sínum í seinni hálfleik. Nagy, sem er 2,09 m á hæð, var kominn í miðjuna ásamt Ilyes og átti það eftir að gefa góða raun eftir því sem leið á leikinn. Í sókninni hélt Mocsai áfram að fara á kostum og skoraði hvert markið á fætur öðru. Þegar stundarfjórðungur var eftir náðu svo Ungverjar endanlega að snúa leiknum sér í hag og kom það ekki á óvart. Varnarleikurinn var sterkur og Nandor Fazekas náði að koma sér í stuð í markinu með því að verja nokkur góð skot. Ungverjaland breytti stöðunni úr 15-17 í 21-18 og voru því búnir að koma sér í þægilega stöðu fyrir lokakafla leiksins. Serbar ætluðu þó ekki að gefast upp og náðu að halda spennu í leiknum allt til loka. Þeir gerðu harða atlögu að forystu Ungverjanna en Mocsai og félagar sáu til þess að þeir náðu aldrei að brúa bilið. Mocsai átti frábæra innkomu í dag og var sannarlega maður leiksins, en þess má geta að hann er sonur Lajos Mocssai, landsliðsþjálfara Ungverja. Leikstjórnandinn Gabor Cszazar átti einnig mjög góðan leik en hann skoraði sjö mörk auk þess að stýra sóknarleik Ungverja af miklum myndarskap. Það var þó fyrst og fremst sterkur varnarleikur Ungverjalands í seinni hálfleik sem skildi fyrst og fremst á milli liðanna en þeir ungversku virtust einfaldlega hafa fundið réttu blönduna í seinni hálfleik. Serbar áttu ekki svar á reiðum höndum og silfurliðið frá því í EM í janúar hefur því lokið keppni á Ólympíuleikunum í London. Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Ungverjaland verður andstæðingur Íslands í 8-liða úrslitum handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í London. Ungverjar tryggðu sig áfram sem síðasta liðið úr B-riðli með góðum sigri á Serbum nú í morgunsárið. Lokatölur voru 26-23 fyrir Ungverja sem voru þó tveimur mörkum undir í hálfleik. Gríðarlega öflugur varnarleikur í þeim síðari, ásamt góðri frammistöðu Nandor Fazekas í markinu, sá til þess að Ungverjar sigu fram úr á réttu augnabliki og unnu leikinn. Tamas Mocsai átti einnig frábæran leik og skoraði níu mörk, þar af sjö í seinni hálfleik. Ísland leikur gegn Bretlandi klukkan 15.15 í dag en strákarnir okkar hafa þegar tryggt sér sigur í A-riðlinum. Fjórðungsúrslitin hefjast á miðvikudaginn. Ungverjar byrjuðu leikinn mjög vel og komust í 3-1 eftir fimm mínútna leik. Skytturnar Laszlo Nagy og Ferenc Ilyes fóru vel af stað og virtust hafa gefið tóninn fyrir leikinn. En skyndilega small varnarleikur Serba og þeir skelltu í lás. Serbía skoraði sex af næstu sjö mörkum leiksins og Ungverjar áttu í miklum vandræðum. Darko Stanic, markvörðurinn öflugi sem sló í gegn á EM í janúar, fylgdi með og sýndi nokkur mögnuð tilþrif. Nagy og Ilyes, sem skoruðu fyrstu mörk Ungverja í leiknum, voru nánast gagnslausir gegn serbnesku vörninni og kom Nagy ekkert við sögu í síðari hluta fyrri hálfleiksins. En Ungverjar eiga fleiri vopn í búrinu og Tomas Mocsai reyndist þeim drjúgur á lokakaflanum, þegar Ungverjar náðu loksins að koma sér aftur inn í leikinn. Munurinn í hálfleik var tvö mörk, 11-9, og Serbar náðu að halda þeirri forystu fyrstu mínútur seinni hálfleiksins. Ungverjar breyttu þó um áherslur í varnarleik sínum í seinni hálfleik. Nagy, sem er 2,09 m á hæð, var kominn í miðjuna ásamt Ilyes og átti það eftir að gefa góða raun eftir því sem leið á leikinn. Í sókninni hélt Mocsai áfram að fara á kostum og skoraði hvert markið á fætur öðru. Þegar stundarfjórðungur var eftir náðu svo Ungverjar endanlega að snúa leiknum sér í hag og kom það ekki á óvart. Varnarleikurinn var sterkur og Nandor Fazekas náði að koma sér í stuð í markinu með því að verja nokkur góð skot. Ungverjaland breytti stöðunni úr 15-17 í 21-18 og voru því búnir að koma sér í þægilega stöðu fyrir lokakafla leiksins. Serbar ætluðu þó ekki að gefast upp og náðu að halda spennu í leiknum allt til loka. Þeir gerðu harða atlögu að forystu Ungverjanna en Mocsai og félagar sáu til þess að þeir náðu aldrei að brúa bilið. Mocsai átti frábæra innkomu í dag og var sannarlega maður leiksins, en þess má geta að hann er sonur Lajos Mocssai, landsliðsþjálfara Ungverja. Leikstjórnandinn Gabor Cszazar átti einnig mjög góðan leik en hann skoraði sjö mörk auk þess að stýra sóknarleik Ungverja af miklum myndarskap. Það var þó fyrst og fremst sterkur varnarleikur Ungverjalands í seinni hálfleik sem skildi fyrst og fremst á milli liðanna en þeir ungversku virtust einfaldlega hafa fundið réttu blönduna í seinni hálfleik. Serbar áttu ekki svar á reiðum höndum og silfurliðið frá því í EM í janúar hefur því lokið keppni á Ólympíuleikunum í London.
Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira