Guðmundur: Vandræðalegt í fyrri hálfleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 6. ágúst 2012 17:34 Mynd/Valli Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki skemmt í fyrri hálfleik gegn Bretum í kvöld. Gestgjafarnir hér í London reyndust strákunum okkar erfiðari viðureignar en búist var við en þeir kláruðu þó verkefnið almennilega í seinni hálfleik. Niðurstaðan er þó sú að Ísland vann alla leiki sína í riðlinum og það stendur upp úr eftir leikinn. „Jú, það er mikið afrek. Ég hélt reyndar að það væri að klúðrast í kvöld," sagði Guðmundur eftir leikinn og gat ekki annað en hlegið. „En það var nokkuð erfitt að fara í þennan leik. Við vorum búnir að vinna riðilinn, vissum hverjir yrðu andstæðingar okkar í 8-liða úrslitum og við slíkar aðstæður fer hugur manna að reika. Þeir vilja heldur ekki meiðast og svo framvegis." „En íþrótt er þannig að ef maður fer ekki í leikina af fullum krafti, þá lítur maður út eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Það er einfaldlega ekki hægt að slaka á." „Bretarnir keyrðu þetta áfram af fullum krafti og gáfu allt sitt í leikinn. Þetta var orðið frekar vandræðalegt hjá okkur í fyrri hálfleik." „En svo töluðum við vel saman í hálfleiknum og fórum vel yfir það sem við myndum gera í þeim síðari. Það var ekkert að honum og náði ég að láta marga spila sem er mikilvægt upp á framhaldið að gera. Menn þurfa að vera ferskir þegar kemur að leiknum á miðvikudag." Guðmundur tók alla leikmenn inn í búningsklefa í hálfleiknum og viðurkennir að hálfleiksræða hans hafi verið nokkuð kröftug. „Já, hún var það. Ég var hundóánægður og strákarnir ræða. Það þurfti aðeins að vekja menn til lífsins." Hann hefur þó engar áhyggjur af því hversu strákunum gekk illa í fyrri hálfleiknum. „Allir leikirnir okkar í riðlinum voru búnir að vera erfiðir en við vorum enn taplausir. Þetta voru allt hörkuleikir, allir sem einn, og þá er ekkert einfalt að mæta Bretum í síðasta leik." „Það er erfitt að fara inn í lokaleik gegn Bretum eftir það sem var á undan gengið en okkur tókst að klára leikinn í seinni hálfleik. Ég hef því engar áhyggjur því við höfum verið að spila vel og bæta okkur heilmikið á milli leikja. Við eigum samt helling inni og verkefnið verður skemmtilegt á miðvikudaginn." Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Bretland 41-24 | Öruggt eftir erfiða fæðingu Ísland kláraði riðlakeppnina á Ólympíuleikunum í London með öruggum sigri á Bretum í Koparboxinu. Fyrri hálfleikur var þó afspyrnuslakur af hálfu strákanna okkar. 6. ágúst 2012 12:33 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki skemmt í fyrri hálfleik gegn Bretum í kvöld. Gestgjafarnir hér í London reyndust strákunum okkar erfiðari viðureignar en búist var við en þeir kláruðu þó verkefnið almennilega í seinni hálfleik. Niðurstaðan er þó sú að Ísland vann alla leiki sína í riðlinum og það stendur upp úr eftir leikinn. „Jú, það er mikið afrek. Ég hélt reyndar að það væri að klúðrast í kvöld," sagði Guðmundur eftir leikinn og gat ekki annað en hlegið. „En það var nokkuð erfitt að fara í þennan leik. Við vorum búnir að vinna riðilinn, vissum hverjir yrðu andstæðingar okkar í 8-liða úrslitum og við slíkar aðstæður fer hugur manna að reika. Þeir vilja heldur ekki meiðast og svo framvegis." „En íþrótt er þannig að ef maður fer ekki í leikina af fullum krafti, þá lítur maður út eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Það er einfaldlega ekki hægt að slaka á." „Bretarnir keyrðu þetta áfram af fullum krafti og gáfu allt sitt í leikinn. Þetta var orðið frekar vandræðalegt hjá okkur í fyrri hálfleik." „En svo töluðum við vel saman í hálfleiknum og fórum vel yfir það sem við myndum gera í þeim síðari. Það var ekkert að honum og náði ég að láta marga spila sem er mikilvægt upp á framhaldið að gera. Menn þurfa að vera ferskir þegar kemur að leiknum á miðvikudag." Guðmundur tók alla leikmenn inn í búningsklefa í hálfleiknum og viðurkennir að hálfleiksræða hans hafi verið nokkuð kröftug. „Já, hún var það. Ég var hundóánægður og strákarnir ræða. Það þurfti aðeins að vekja menn til lífsins." Hann hefur þó engar áhyggjur af því hversu strákunum gekk illa í fyrri hálfleiknum. „Allir leikirnir okkar í riðlinum voru búnir að vera erfiðir en við vorum enn taplausir. Þetta voru allt hörkuleikir, allir sem einn, og þá er ekkert einfalt að mæta Bretum í síðasta leik." „Það er erfitt að fara inn í lokaleik gegn Bretum eftir það sem var á undan gengið en okkur tókst að klára leikinn í seinni hálfleik. Ég hef því engar áhyggjur því við höfum verið að spila vel og bæta okkur heilmikið á milli leikja. Við eigum samt helling inni og verkefnið verður skemmtilegt á miðvikudaginn."
Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Bretland 41-24 | Öruggt eftir erfiða fæðingu Ísland kláraði riðlakeppnina á Ólympíuleikunum í London með öruggum sigri á Bretum í Koparboxinu. Fyrri hálfleikur var þó afspyrnuslakur af hálfu strákanna okkar. 6. ágúst 2012 12:33 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Bretland 41-24 | Öruggt eftir erfiða fæðingu Ísland kláraði riðlakeppnina á Ólympíuleikunum í London með öruggum sigri á Bretum í Koparboxinu. Fyrri hálfleikur var þó afspyrnuslakur af hálfu strákanna okkar. 6. ágúst 2012 12:33