Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá 9. maí 2012 14:16 Við Ármótin í Breiðdalsá. Strengir Fyrir nokkrum dögum veiddust fyrstu sjóbleikjurnar á silungasvæði Breiðdalsár. Þetta kemur fram á heimasíðu Strengja. Vegna kulda hefur lítið verið reynt að veiða í Breiðdalsá í vor en samkvæmt frétt Strengja lét Heimir Karlsson, gamalreyndur leiðsögumaður við ána, sig hafa kuldann. Hann uppskar þrjár bleikjur, ein var 54 sentímetrar, ein 50 en sú þriðja var eitthvað minni. "Varð hann var við fleiri fiska sem náðu ekki að taka almennilega. En allavega góðar fréttir að bleikjan er mætt á svæðið," segir í frétt Strengja. Ennfremur segir: "... það voru óvænt að losna stangir á topptíma í ágúst á laxasvæðum í ánni, þar er um að ræða stangir 4. - 7. ágúst, 19. -22. ágúst og 22. -25. ágúst eins og sjá má á vefnum." Þá er sjálfsagt að benda á það að Sjónvarpið mun næstu þrjá miðvikudaga sýna mynd þeirra bræðra Gunnars Helgasonar og Ásmundar Helgasonar „Leitin að stórlaxinum." Í myndinni eru meðal annars myndskeið frá Breiðdalsá. Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði
Fyrir nokkrum dögum veiddust fyrstu sjóbleikjurnar á silungasvæði Breiðdalsár. Þetta kemur fram á heimasíðu Strengja. Vegna kulda hefur lítið verið reynt að veiða í Breiðdalsá í vor en samkvæmt frétt Strengja lét Heimir Karlsson, gamalreyndur leiðsögumaður við ána, sig hafa kuldann. Hann uppskar þrjár bleikjur, ein var 54 sentímetrar, ein 50 en sú þriðja var eitthvað minni. "Varð hann var við fleiri fiska sem náðu ekki að taka almennilega. En allavega góðar fréttir að bleikjan er mætt á svæðið," segir í frétt Strengja. Ennfremur segir: "... það voru óvænt að losna stangir á topptíma í ágúst á laxasvæðum í ánni, þar er um að ræða stangir 4. - 7. ágúst, 19. -22. ágúst og 22. -25. ágúst eins og sjá má á vefnum." Þá er sjálfsagt að benda á það að Sjónvarpið mun næstu þrjá miðvikudaga sýna mynd þeirra bræðra Gunnars Helgasonar og Ásmundar Helgasonar „Leitin að stórlaxinum." Í myndinni eru meðal annars myndskeið frá Breiðdalsá.
Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði