Handbolti

Dönsku stelpurnar tryggðu sér fimmta sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Danska kvennalandsliðið náði fimmta sætinu á EM kvenna í handbolta í Serbíu eftir tveggja marka sigur á Rússlandi, 32-30, í leiknum um fimmta sætið í Belgrad í dag en seinna í dag fara fram undanúrslitaleikir keppninnar.

Ann Grete Nörgaard og Louise Burgaard skoruðu báðar átta mörk fyrir Dani í leiknum en sex af mörkum Nörgaard komu af vítalínunni. Anna Sen skoraði sex mörk fyrir Rússa.

Rússnesku stelpurnar byrjuðu betur, komust í 8-4 og 10-7 en staðan var 15-15 í hálfleik.

Rússland var síðan með tveggja marka forystu, 23-21, þegar 16 mínútur voru eftir. Dönsku stelpurnar skoruðu þá sex mörk í röð, komust í 27-23 og litu ekki til baka eftir það. Rússar lögðu stöðuna með því að skora tvö síðustu mörk leiksins.

Danska liðið var búið að lenda í fjórða sæti bæði á EM 2010 og HM 2011 en varð í 9. sæti á Ólympíuleikunum í London í ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×