Innlent

Vel undirbúin undir Icesave-málflutninginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ber pólitíska ábyrgð á málflutningnum.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ber pólitíska ábyrgð á málflutningnum.
Íslenska lögfræðiteymið hefur undirbúið málflutning Íslands í Icesave málinu ákaflega vel, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Eins og fram kom fyrr í vikunni fer málflutningur fyrir EFTA dómstólnum fram þann 18. september næstkomandi.

„Við erum bara bjartsýn en ég þori ekkert að spá fyrir um úrslitin," segir Össur. „Eins og þróunin hefur verið í Evrópu held ég að það hafi ekki dregið úr líkum á því að niðurstaðan verði eins farsæl og hægt er að vona," segir hann.

„Ég vona hið besta og sannarlega hefur tekist góð samstaða um málsvörnina," segir Össur. Hann segir að sjónarmið allra hafi komið fram. Tim Ward aðalmálflytjandinn hafi sýnt það að hann sé hárréttur maður í starfið. „Hann hefur fundið svo sterk rök. Svo verðum við bara að horfast í auga við niðurstöðuna þegar hún kemur," segir Össur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×