Umfjöllun: Túnis - Ísland 22-32 | Túnisar kláraðir á mettíma Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 31. júlí 2012 00:01 Mynd/Valli Strákarnir okkar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir tóku Afríkumeistara Túnis í karphúsið í Koparboxinu á Ólympíuleikunum í morgun. Ísland er þar með komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar en fjögur lið af sex fara áfram úr hvorum riðli. Ísland á þó þrjá leiki eftir í riðlakeppninni og mætir næst Svíum á fimmtudagskvöldið. Íslendingar voru einfaldlega óstöðvandi í morgun, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir voru í raun búnir að gera út um leikinn eftir um 20 mínútna leik. Skotnýting íslenska liðsins í fyrri hálfleik var 86 prósent sem er lygileg frammistaða. Alls fjóru nítján af 22 skotum liðsins í mark andstæðingsins. Frábær varnarleikur og markvarsla lagði grunninn að sigrinum en á þessum 35-40 mínútum var ekki snöggan blett að finna á leik íslenska liðsins. Síðari hálfleikur var jafnari en Túnisar gerðu þá það sem þeir gátu til að bjarga andlitinu. Guðmundur landsliðsþjálfari nýtti einnig tækifærið og leyfði öðrum leikmönnum að spila. Fyrri hálfleikur var sem fyrr segir eign Íslendinga frá upphafi til enda. Munurinn varð orðinn tíu mörk eftir nítján mínútur og Túnisar aðeins búnir að skora þrjú mörk. Segir það sitt um þann ótrúlega varnarleik sem íslenska liðið var að bjóða upp á. Fyrir leikinn var Guðmundur landsliðsþjálfari búinn að vara við línumanninum Issam Tej. Strax í fyrstu sókninni gaf Ingimundur, sem var stórkostlegur í dag, tóninn með því að klukka Tej all hressilega. Tej skoraði reyndar fyrsta mark Túnisa í næstu sókn eftir að Alexander klikkaði á talningunni en það voru líklega einu alvöru mistökin í íslensku vörninni í fyrri hálfleiknum. Strákarnir tóku sér tíma í upphafi leiks til að byggja uppforskot. Fyrstu sex mörkin komu á þrettán mínútum en strákarnir voru klókir á þessum kafla - þolinmóðir og nýttu breiddina vel. Eftir um tíu mínútna leik komst Guðjón Valur í hraðaupphlaup en gamla kempan Wissem Hmam braut illa á honum. Brotið verðskuldaði rautt spjald en Hmam fékk bara brottvísun. Guðjón Valur varð eðlilega trítilóður og þurfti að halda aftur af honum - sannarlega óalgeng sjón. En fljótlega eftir þetta fóru strákarnir okkar í fluggírinn og stútuðu einfaldlega Túnisum. Mestur varð munurinn tólf mörk en ellefu í lokin, 19-8. Guðjón Valur skoraði síðasta markið á lokasekúndunni og svaraði þannig fólskubrotinu með enn einni vatnsgusu í andlit Afríkumeistaranna. Strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn á því að skora fyrstu fjögur mörkin og auka forystuna í fimmtán mörk. Þá fóru þeir að slaka á klónni, eins og eðlilegt er, en þeir héldu þó Túnisum í hæfilegri fjarlægð allt til leiksloka. Allir leikmenn áttu frábæran dag í dag, sérstaklega þeir sem spiluðu fyrstu 40 mínúturnar eða svo. Strákarnir unnu frábæran sigur sem gefur vonandi tóninn fyrir framhaldið. Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Sjá meira
Strákarnir okkar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir tóku Afríkumeistara Túnis í karphúsið í Koparboxinu á Ólympíuleikunum í morgun. Ísland er þar með komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar en fjögur lið af sex fara áfram úr hvorum riðli. Ísland á þó þrjá leiki eftir í riðlakeppninni og mætir næst Svíum á fimmtudagskvöldið. Íslendingar voru einfaldlega óstöðvandi í morgun, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir voru í raun búnir að gera út um leikinn eftir um 20 mínútna leik. Skotnýting íslenska liðsins í fyrri hálfleik var 86 prósent sem er lygileg frammistaða. Alls fjóru nítján af 22 skotum liðsins í mark andstæðingsins. Frábær varnarleikur og markvarsla lagði grunninn að sigrinum en á þessum 35-40 mínútum var ekki snöggan blett að finna á leik íslenska liðsins. Síðari hálfleikur var jafnari en Túnisar gerðu þá það sem þeir gátu til að bjarga andlitinu. Guðmundur landsliðsþjálfari nýtti einnig tækifærið og leyfði öðrum leikmönnum að spila. Fyrri hálfleikur var sem fyrr segir eign Íslendinga frá upphafi til enda. Munurinn varð orðinn tíu mörk eftir nítján mínútur og Túnisar aðeins búnir að skora þrjú mörk. Segir það sitt um þann ótrúlega varnarleik sem íslenska liðið var að bjóða upp á. Fyrir leikinn var Guðmundur landsliðsþjálfari búinn að vara við línumanninum Issam Tej. Strax í fyrstu sókninni gaf Ingimundur, sem var stórkostlegur í dag, tóninn með því að klukka Tej all hressilega. Tej skoraði reyndar fyrsta mark Túnisa í næstu sókn eftir að Alexander klikkaði á talningunni en það voru líklega einu alvöru mistökin í íslensku vörninni í fyrri hálfleiknum. Strákarnir tóku sér tíma í upphafi leiks til að byggja uppforskot. Fyrstu sex mörkin komu á þrettán mínútum en strákarnir voru klókir á þessum kafla - þolinmóðir og nýttu breiddina vel. Eftir um tíu mínútna leik komst Guðjón Valur í hraðaupphlaup en gamla kempan Wissem Hmam braut illa á honum. Brotið verðskuldaði rautt spjald en Hmam fékk bara brottvísun. Guðjón Valur varð eðlilega trítilóður og þurfti að halda aftur af honum - sannarlega óalgeng sjón. En fljótlega eftir þetta fóru strákarnir okkar í fluggírinn og stútuðu einfaldlega Túnisum. Mestur varð munurinn tólf mörk en ellefu í lokin, 19-8. Guðjón Valur skoraði síðasta markið á lokasekúndunni og svaraði þannig fólskubrotinu með enn einni vatnsgusu í andlit Afríkumeistaranna. Strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn á því að skora fyrstu fjögur mörkin og auka forystuna í fimmtán mörk. Þá fóru þeir að slaka á klónni, eins og eðlilegt er, en þeir héldu þó Túnisum í hæfilegri fjarlægð allt til leiksloka. Allir leikmenn áttu frábæran dag í dag, sérstaklega þeir sem spiluðu fyrstu 40 mínúturnar eða svo. Strákarnir unnu frábæran sigur sem gefur vonandi tóninn fyrir framhaldið.
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Sjá meira