Umfjöllun: Túnis - Ísland 22-32 | Túnisar kláraðir á mettíma Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 31. júlí 2012 00:01 Mynd/Valli Strákarnir okkar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir tóku Afríkumeistara Túnis í karphúsið í Koparboxinu á Ólympíuleikunum í morgun. Ísland er þar með komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar en fjögur lið af sex fara áfram úr hvorum riðli. Ísland á þó þrjá leiki eftir í riðlakeppninni og mætir næst Svíum á fimmtudagskvöldið. Íslendingar voru einfaldlega óstöðvandi í morgun, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir voru í raun búnir að gera út um leikinn eftir um 20 mínútna leik. Skotnýting íslenska liðsins í fyrri hálfleik var 86 prósent sem er lygileg frammistaða. Alls fjóru nítján af 22 skotum liðsins í mark andstæðingsins. Frábær varnarleikur og markvarsla lagði grunninn að sigrinum en á þessum 35-40 mínútum var ekki snöggan blett að finna á leik íslenska liðsins. Síðari hálfleikur var jafnari en Túnisar gerðu þá það sem þeir gátu til að bjarga andlitinu. Guðmundur landsliðsþjálfari nýtti einnig tækifærið og leyfði öðrum leikmönnum að spila. Fyrri hálfleikur var sem fyrr segir eign Íslendinga frá upphafi til enda. Munurinn varð orðinn tíu mörk eftir nítján mínútur og Túnisar aðeins búnir að skora þrjú mörk. Segir það sitt um þann ótrúlega varnarleik sem íslenska liðið var að bjóða upp á. Fyrir leikinn var Guðmundur landsliðsþjálfari búinn að vara við línumanninum Issam Tej. Strax í fyrstu sókninni gaf Ingimundur, sem var stórkostlegur í dag, tóninn með því að klukka Tej all hressilega. Tej skoraði reyndar fyrsta mark Túnisa í næstu sókn eftir að Alexander klikkaði á talningunni en það voru líklega einu alvöru mistökin í íslensku vörninni í fyrri hálfleiknum. Strákarnir tóku sér tíma í upphafi leiks til að byggja uppforskot. Fyrstu sex mörkin komu á þrettán mínútum en strákarnir voru klókir á þessum kafla - þolinmóðir og nýttu breiddina vel. Eftir um tíu mínútna leik komst Guðjón Valur í hraðaupphlaup en gamla kempan Wissem Hmam braut illa á honum. Brotið verðskuldaði rautt spjald en Hmam fékk bara brottvísun. Guðjón Valur varð eðlilega trítilóður og þurfti að halda aftur af honum - sannarlega óalgeng sjón. En fljótlega eftir þetta fóru strákarnir okkar í fluggírinn og stútuðu einfaldlega Túnisum. Mestur varð munurinn tólf mörk en ellefu í lokin, 19-8. Guðjón Valur skoraði síðasta markið á lokasekúndunni og svaraði þannig fólskubrotinu með enn einni vatnsgusu í andlit Afríkumeistaranna. Strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn á því að skora fyrstu fjögur mörkin og auka forystuna í fimmtán mörk. Þá fóru þeir að slaka á klónni, eins og eðlilegt er, en þeir héldu þó Túnisum í hæfilegri fjarlægð allt til leiksloka. Allir leikmenn áttu frábæran dag í dag, sérstaklega þeir sem spiluðu fyrstu 40 mínúturnar eða svo. Strákarnir unnu frábæran sigur sem gefur vonandi tóninn fyrir framhaldið. Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Strákarnir okkar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir tóku Afríkumeistara Túnis í karphúsið í Koparboxinu á Ólympíuleikunum í morgun. Ísland er þar með komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar en fjögur lið af sex fara áfram úr hvorum riðli. Ísland á þó þrjá leiki eftir í riðlakeppninni og mætir næst Svíum á fimmtudagskvöldið. Íslendingar voru einfaldlega óstöðvandi í morgun, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir voru í raun búnir að gera út um leikinn eftir um 20 mínútna leik. Skotnýting íslenska liðsins í fyrri hálfleik var 86 prósent sem er lygileg frammistaða. Alls fjóru nítján af 22 skotum liðsins í mark andstæðingsins. Frábær varnarleikur og markvarsla lagði grunninn að sigrinum en á þessum 35-40 mínútum var ekki snöggan blett að finna á leik íslenska liðsins. Síðari hálfleikur var jafnari en Túnisar gerðu þá það sem þeir gátu til að bjarga andlitinu. Guðmundur landsliðsþjálfari nýtti einnig tækifærið og leyfði öðrum leikmönnum að spila. Fyrri hálfleikur var sem fyrr segir eign Íslendinga frá upphafi til enda. Munurinn varð orðinn tíu mörk eftir nítján mínútur og Túnisar aðeins búnir að skora þrjú mörk. Segir það sitt um þann ótrúlega varnarleik sem íslenska liðið var að bjóða upp á. Fyrir leikinn var Guðmundur landsliðsþjálfari búinn að vara við línumanninum Issam Tej. Strax í fyrstu sókninni gaf Ingimundur, sem var stórkostlegur í dag, tóninn með því að klukka Tej all hressilega. Tej skoraði reyndar fyrsta mark Túnisa í næstu sókn eftir að Alexander klikkaði á talningunni en það voru líklega einu alvöru mistökin í íslensku vörninni í fyrri hálfleiknum. Strákarnir tóku sér tíma í upphafi leiks til að byggja uppforskot. Fyrstu sex mörkin komu á þrettán mínútum en strákarnir voru klókir á þessum kafla - þolinmóðir og nýttu breiddina vel. Eftir um tíu mínútna leik komst Guðjón Valur í hraðaupphlaup en gamla kempan Wissem Hmam braut illa á honum. Brotið verðskuldaði rautt spjald en Hmam fékk bara brottvísun. Guðjón Valur varð eðlilega trítilóður og þurfti að halda aftur af honum - sannarlega óalgeng sjón. En fljótlega eftir þetta fóru strákarnir okkar í fluggírinn og stútuðu einfaldlega Túnisum. Mestur varð munurinn tólf mörk en ellefu í lokin, 19-8. Guðjón Valur skoraði síðasta markið á lokasekúndunni og svaraði þannig fólskubrotinu með enn einni vatnsgusu í andlit Afríkumeistaranna. Strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn á því að skora fyrstu fjögur mörkin og auka forystuna í fimmtán mörk. Þá fóru þeir að slaka á klónni, eins og eðlilegt er, en þeir héldu þó Túnisum í hæfilegri fjarlægð allt til leiksloka. Allir leikmenn áttu frábæran dag í dag, sérstaklega þeir sem spiluðu fyrstu 40 mínúturnar eða svo. Strákarnir unnu frábæran sigur sem gefur vonandi tóninn fyrir framhaldið.
Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn