Stærstu styrktaraðilar AG Kaupmannahafnar standa við gerða samninga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2012 16:55 Leikmenn AG fagna enn einum bikarnum á síðustu leiktíð. Mynd / Heimasíða AG Fjárhagsstaða danska meistaraliðsins AG Kaupmannahafnar hefur verið mikið til umræðu undanfarnar daga og vikur. Brotthvarf eigandans Jesper Nielsen vakti mikla athygli og ekki síður ummæli Sören Colding, íþróttastjóra félagsins, í samtali við Jyllands-Posten þess efnis að styrktaraðilar væru hættir að standa við gerða samninga. Samkvæmt frétt danska fjölmiðilsins Ritzau ætla stærstu styrktaraðilar AGK þó að standa við gerða samninga. „Skilningur milli okkar og AGK er frábær og við munum standa við gerða samninga og meira til," segir Sören Schriver framkvæmdastjóri Hummel í samtali við Ritzau. Fréttamaður Ritzau hafði samband við fjóra af fimm stærstu styrktaraðilum AGK, Det Faglige Hus, Borup Kemi, Krifa auk Hummel, og segjast þeir allir ætla að standa við gerða samninga. Skoðanir þeirra virðast þó nokkuð skiptar. Johnny Nim, framkvæmdastjóri hjá Det Faglige Hus, skilur vel þá styrktaraðila sem ákveðið hafa að standa ekki skil á greiðslum sínum. „Það er eðlilegt að viðbrögðin séu á þessa leið. Maður borgar jú ekki ef maður fær ekki vöruna. En auðvitað væru best ef allir stæðu skil," er haft eftir Nim og greinilegt að honum finnst fyrirtækið að einhverju leyti svikið eftir brotthvarf Nielsen sem var andlit félagsins út á við. Forsvarsmenn Hummel eru hins vegar á allt annarri skoðun en Nim. „Það er algjörlega ósanngjarnt gagnvart félaginu og sérstaklega leikmönnum þess. Maður á að standa við skuldbindingar sínar," er haft eftir Schriver hjá Hummel. Markaðsráðgjafinn Thomas Badura hjá ráðgjafarfyrirtækinu Sponsorpeople segir að fyrirtækin þurfi að hugsa sig tvisvar um hvort AGK sé rétti staðurinn fyrir peninga þess. „Í íþróttalífinu hefur vörumerkið AGK staðið sig vel, liðið hefur nokkra góða leikmenn og hefur náð góðum úrslitum," er haft eftir Badura. „Vandamálið er hins vegar það að Jesper Nielsen hefur verið andlit félagsins út á við og þegar það eru komnar rispur í plötuna er ekki hægt að útiloka að það hafi áhrif á spilun hennar, þ.e. vörumerkið AGK," segir Badura. Tengdar fréttir Jesper Nielsen hættur hjá AGK | Félagið komið í sölu Jesper Nielsen, eigandi danska handknattleiksfélagsins AG Kaupmannahafnar, er hættur sem stjórnarformaður félagsins. Þá hefur hann auk fjölskyldu sinnar sett ráðandi eignarhlut sinn í félaginu í sölu. Ekstrabladet greinir frá þessu í dag. 13. júlí 2012 13:37 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Fjárhagsstaða danska meistaraliðsins AG Kaupmannahafnar hefur verið mikið til umræðu undanfarnar daga og vikur. Brotthvarf eigandans Jesper Nielsen vakti mikla athygli og ekki síður ummæli Sören Colding, íþróttastjóra félagsins, í samtali við Jyllands-Posten þess efnis að styrktaraðilar væru hættir að standa við gerða samninga. Samkvæmt frétt danska fjölmiðilsins Ritzau ætla stærstu styrktaraðilar AGK þó að standa við gerða samninga. „Skilningur milli okkar og AGK er frábær og við munum standa við gerða samninga og meira til," segir Sören Schriver framkvæmdastjóri Hummel í samtali við Ritzau. Fréttamaður Ritzau hafði samband við fjóra af fimm stærstu styrktaraðilum AGK, Det Faglige Hus, Borup Kemi, Krifa auk Hummel, og segjast þeir allir ætla að standa við gerða samninga. Skoðanir þeirra virðast þó nokkuð skiptar. Johnny Nim, framkvæmdastjóri hjá Det Faglige Hus, skilur vel þá styrktaraðila sem ákveðið hafa að standa ekki skil á greiðslum sínum. „Það er eðlilegt að viðbrögðin séu á þessa leið. Maður borgar jú ekki ef maður fær ekki vöruna. En auðvitað væru best ef allir stæðu skil," er haft eftir Nim og greinilegt að honum finnst fyrirtækið að einhverju leyti svikið eftir brotthvarf Nielsen sem var andlit félagsins út á við. Forsvarsmenn Hummel eru hins vegar á allt annarri skoðun en Nim. „Það er algjörlega ósanngjarnt gagnvart félaginu og sérstaklega leikmönnum þess. Maður á að standa við skuldbindingar sínar," er haft eftir Schriver hjá Hummel. Markaðsráðgjafinn Thomas Badura hjá ráðgjafarfyrirtækinu Sponsorpeople segir að fyrirtækin þurfi að hugsa sig tvisvar um hvort AGK sé rétti staðurinn fyrir peninga þess. „Í íþróttalífinu hefur vörumerkið AGK staðið sig vel, liðið hefur nokkra góða leikmenn og hefur náð góðum úrslitum," er haft eftir Badura. „Vandamálið er hins vegar það að Jesper Nielsen hefur verið andlit félagsins út á við og þegar það eru komnar rispur í plötuna er ekki hægt að útiloka að það hafi áhrif á spilun hennar, þ.e. vörumerkið AGK," segir Badura.
Tengdar fréttir Jesper Nielsen hættur hjá AGK | Félagið komið í sölu Jesper Nielsen, eigandi danska handknattleiksfélagsins AG Kaupmannahafnar, er hættur sem stjórnarformaður félagsins. Þá hefur hann auk fjölskyldu sinnar sett ráðandi eignarhlut sinn í félaginu í sölu. Ekstrabladet greinir frá þessu í dag. 13. júlí 2012 13:37 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Jesper Nielsen hættur hjá AGK | Félagið komið í sölu Jesper Nielsen, eigandi danska handknattleiksfélagsins AG Kaupmannahafnar, er hættur sem stjórnarformaður félagsins. Þá hefur hann auk fjölskyldu sinnar sett ráðandi eignarhlut sinn í félaginu í sölu. Ekstrabladet greinir frá þessu í dag. 13. júlí 2012 13:37