Stærstu styrktaraðilar AG Kaupmannahafnar standa við gerða samninga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2012 16:55 Leikmenn AG fagna enn einum bikarnum á síðustu leiktíð. Mynd / Heimasíða AG Fjárhagsstaða danska meistaraliðsins AG Kaupmannahafnar hefur verið mikið til umræðu undanfarnar daga og vikur. Brotthvarf eigandans Jesper Nielsen vakti mikla athygli og ekki síður ummæli Sören Colding, íþróttastjóra félagsins, í samtali við Jyllands-Posten þess efnis að styrktaraðilar væru hættir að standa við gerða samninga. Samkvæmt frétt danska fjölmiðilsins Ritzau ætla stærstu styrktaraðilar AGK þó að standa við gerða samninga. „Skilningur milli okkar og AGK er frábær og við munum standa við gerða samninga og meira til," segir Sören Schriver framkvæmdastjóri Hummel í samtali við Ritzau. Fréttamaður Ritzau hafði samband við fjóra af fimm stærstu styrktaraðilum AGK, Det Faglige Hus, Borup Kemi, Krifa auk Hummel, og segjast þeir allir ætla að standa við gerða samninga. Skoðanir þeirra virðast þó nokkuð skiptar. Johnny Nim, framkvæmdastjóri hjá Det Faglige Hus, skilur vel þá styrktaraðila sem ákveðið hafa að standa ekki skil á greiðslum sínum. „Það er eðlilegt að viðbrögðin séu á þessa leið. Maður borgar jú ekki ef maður fær ekki vöruna. En auðvitað væru best ef allir stæðu skil," er haft eftir Nim og greinilegt að honum finnst fyrirtækið að einhverju leyti svikið eftir brotthvarf Nielsen sem var andlit félagsins út á við. Forsvarsmenn Hummel eru hins vegar á allt annarri skoðun en Nim. „Það er algjörlega ósanngjarnt gagnvart félaginu og sérstaklega leikmönnum þess. Maður á að standa við skuldbindingar sínar," er haft eftir Schriver hjá Hummel. Markaðsráðgjafinn Thomas Badura hjá ráðgjafarfyrirtækinu Sponsorpeople segir að fyrirtækin þurfi að hugsa sig tvisvar um hvort AGK sé rétti staðurinn fyrir peninga þess. „Í íþróttalífinu hefur vörumerkið AGK staðið sig vel, liðið hefur nokkra góða leikmenn og hefur náð góðum úrslitum," er haft eftir Badura. „Vandamálið er hins vegar það að Jesper Nielsen hefur verið andlit félagsins út á við og þegar það eru komnar rispur í plötuna er ekki hægt að útiloka að það hafi áhrif á spilun hennar, þ.e. vörumerkið AGK," segir Badura. Tengdar fréttir Jesper Nielsen hættur hjá AGK | Félagið komið í sölu Jesper Nielsen, eigandi danska handknattleiksfélagsins AG Kaupmannahafnar, er hættur sem stjórnarformaður félagsins. Þá hefur hann auk fjölskyldu sinnar sett ráðandi eignarhlut sinn í félaginu í sölu. Ekstrabladet greinir frá þessu í dag. 13. júlí 2012 13:37 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti Fleiri fréttir Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö Sjá meira
Fjárhagsstaða danska meistaraliðsins AG Kaupmannahafnar hefur verið mikið til umræðu undanfarnar daga og vikur. Brotthvarf eigandans Jesper Nielsen vakti mikla athygli og ekki síður ummæli Sören Colding, íþróttastjóra félagsins, í samtali við Jyllands-Posten þess efnis að styrktaraðilar væru hættir að standa við gerða samninga. Samkvæmt frétt danska fjölmiðilsins Ritzau ætla stærstu styrktaraðilar AGK þó að standa við gerða samninga. „Skilningur milli okkar og AGK er frábær og við munum standa við gerða samninga og meira til," segir Sören Schriver framkvæmdastjóri Hummel í samtali við Ritzau. Fréttamaður Ritzau hafði samband við fjóra af fimm stærstu styrktaraðilum AGK, Det Faglige Hus, Borup Kemi, Krifa auk Hummel, og segjast þeir allir ætla að standa við gerða samninga. Skoðanir þeirra virðast þó nokkuð skiptar. Johnny Nim, framkvæmdastjóri hjá Det Faglige Hus, skilur vel þá styrktaraðila sem ákveðið hafa að standa ekki skil á greiðslum sínum. „Það er eðlilegt að viðbrögðin séu á þessa leið. Maður borgar jú ekki ef maður fær ekki vöruna. En auðvitað væru best ef allir stæðu skil," er haft eftir Nim og greinilegt að honum finnst fyrirtækið að einhverju leyti svikið eftir brotthvarf Nielsen sem var andlit félagsins út á við. Forsvarsmenn Hummel eru hins vegar á allt annarri skoðun en Nim. „Það er algjörlega ósanngjarnt gagnvart félaginu og sérstaklega leikmönnum þess. Maður á að standa við skuldbindingar sínar," er haft eftir Schriver hjá Hummel. Markaðsráðgjafinn Thomas Badura hjá ráðgjafarfyrirtækinu Sponsorpeople segir að fyrirtækin þurfi að hugsa sig tvisvar um hvort AGK sé rétti staðurinn fyrir peninga þess. „Í íþróttalífinu hefur vörumerkið AGK staðið sig vel, liðið hefur nokkra góða leikmenn og hefur náð góðum úrslitum," er haft eftir Badura. „Vandamálið er hins vegar það að Jesper Nielsen hefur verið andlit félagsins út á við og þegar það eru komnar rispur í plötuna er ekki hægt að útiloka að það hafi áhrif á spilun hennar, þ.e. vörumerkið AGK," segir Badura.
Tengdar fréttir Jesper Nielsen hættur hjá AGK | Félagið komið í sölu Jesper Nielsen, eigandi danska handknattleiksfélagsins AG Kaupmannahafnar, er hættur sem stjórnarformaður félagsins. Þá hefur hann auk fjölskyldu sinnar sett ráðandi eignarhlut sinn í félaginu í sölu. Ekstrabladet greinir frá þessu í dag. 13. júlí 2012 13:37 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti Fleiri fréttir Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö Sjá meira
Jesper Nielsen hættur hjá AGK | Félagið komið í sölu Jesper Nielsen, eigandi danska handknattleiksfélagsins AG Kaupmannahafnar, er hættur sem stjórnarformaður félagsins. Þá hefur hann auk fjölskyldu sinnar sett ráðandi eignarhlut sinn í félaginu í sölu. Ekstrabladet greinir frá þessu í dag. 13. júlí 2012 13:37