Handbolti

Aron Rafn: Tókst að smita Bjögga af veikindunum

Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður úr Haukum, var óvænt tekinn inn í íslenska landsliðshópinn á EM í handbolta og verður á skýrslu gegn Ungverjalandi í dag.

„Ég kom nú bara með Cargo Express eins og sumir segja," sagði Aron Rafn en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Það verður gaman að fá að takast á við þessi verkefni. Fyrir mótið var ég búinn að liggja í veikindum í eina viku og ég held að ég hafi náð að smita Bjögga. Það var nóg til að fá mig hingað," sagði hann í léttum dúr.

Hann er óreyndur á þessu sviði og á von á því að vera eitthvað stressaður þegar leikurinn hefst á morgun. „En fyrir nokkuð mörgum árum síðan setti ég mér það markmið að spila á EM í Serbíu og það er að verða að veruleika núna. Það er mjög ánægjulegt og skemmtilegra en að horfa á þetta heima í sjónvarpinu."

Leikur Íslands og Ungverjalands hefst í dag klukkan 15.10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×