Guðmundur: Ég iða í skinninu 22. janúar 2012 10:00 Guðmundur Guðmundsson segir að íslenska landsliðið muni eins og áður gefa allt sitt í þá leiki sem liðið á eftir á EM í Serbíu. Ísland komst áfram í milliriðlakeppnina en án stiga sem minnkar möguleika liðsins á sæti í undanúrslitum talsvert. En strákarnir ætla ekki að leggja árar í bát. „Ég er ánægður með að við skulum vera komnir í milliriðilinn. Við hefðum viljað fá með okkur stig en það má ekki gleyma því að tvö efstu liðin frá síðasta heimsmeistaramóti eru líka án stiga. Þetta getur komið fyrir fleiri lið," sagði Guðmundur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „En það er gríðarlega mikilvægt upp á styrkleikaröðun fyrir næstu heimsmeistarakeppni að hafa komist áfram. Ég er ánægður með það og líka að við fáum nú tækifæri til að spila þrjá leiki til viðbótar." „Við munum fara í hvern leik til að vinna og það verður ekkert gefið eftir í þeim leikjum sem við eigum eftir," sagði Guðmundur. Guðmundur ræðir einnig þær breytingar sem hann gerði í leikmannahópi íslenska liðsins en þeir Aron Rafn Eðvarðsson og Rúnar Kárason komu inn í íslenska landsliðshópinn í gær á kostnað þeirra Hreiðars Levý Guðmundssonar og Odds Gretarssonar. Hann ræðir einnig um ungverska liðið sem hefur komið gríðarlega á óvart, til að mynda með því að vinna heims-, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakklands í riðlakeppninni. Guðmundur var á leið á fund með strákunum til að leggja línurnar fyrir leikinn og gat varla beðið. „Við erum að fara á fundinn og ég get varla beðið eftir að hefja undirbúninginn. Við ætlum að skoða leikinn okkar frá því í fyrra gegn þeim og líka leik þeirra gegn Spánverjum. Ég iða í skinninu," sagði Guðmundur. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst í dag klukkan 15.10. Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson segir að íslenska landsliðið muni eins og áður gefa allt sitt í þá leiki sem liðið á eftir á EM í Serbíu. Ísland komst áfram í milliriðlakeppnina en án stiga sem minnkar möguleika liðsins á sæti í undanúrslitum talsvert. En strákarnir ætla ekki að leggja árar í bát. „Ég er ánægður með að við skulum vera komnir í milliriðilinn. Við hefðum viljað fá með okkur stig en það má ekki gleyma því að tvö efstu liðin frá síðasta heimsmeistaramóti eru líka án stiga. Þetta getur komið fyrir fleiri lið," sagði Guðmundur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „En það er gríðarlega mikilvægt upp á styrkleikaröðun fyrir næstu heimsmeistarakeppni að hafa komist áfram. Ég er ánægður með það og líka að við fáum nú tækifæri til að spila þrjá leiki til viðbótar." „Við munum fara í hvern leik til að vinna og það verður ekkert gefið eftir í þeim leikjum sem við eigum eftir," sagði Guðmundur. Guðmundur ræðir einnig þær breytingar sem hann gerði í leikmannahópi íslenska liðsins en þeir Aron Rafn Eðvarðsson og Rúnar Kárason komu inn í íslenska landsliðshópinn í gær á kostnað þeirra Hreiðars Levý Guðmundssonar og Odds Gretarssonar. Hann ræðir einnig um ungverska liðið sem hefur komið gríðarlega á óvart, til að mynda með því að vinna heims-, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakklands í riðlakeppninni. Guðmundur var á leið á fund með strákunum til að leggja línurnar fyrir leikinn og gat varla beðið. „Við erum að fara á fundinn og ég get varla beðið eftir að hefja undirbúninginn. Við ætlum að skoða leikinn okkar frá því í fyrra gegn þeim og líka leik þeirra gegn Spánverjum. Ég iða í skinninu," sagði Guðmundur. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst í dag klukkan 15.10.
Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Sjá meira