Handbolti

Arnór: Erum bestir þegar við erum kolruglaðir

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Arnór var frábær í dag.
Arnór var frábær í dag. mynd/vilhelm
Arnór Atlason fór mikinn í sigrinum gegn Ungverjum í dag en varð að hvíla talsvert í síðari hálfleik eftir að hafa fengið mikinn skell í leiknum. Lenti þá á bakinu með látum eftir að hafa keyrt inn í ungversku vörnina.

"Ég er ágætur og við sjáum hvernig þetta verður. Bakið var nú ekki frábært fyrir og þetta var því ekki eitthvað sem ég þurfti á að halda. Það er að koma aukasjúkraþjálfari til okkar og þeir koma mér í stand," sagði Arnór léttur en hann er með brjósklos í baki.

Arnór var gríðarlega einbeittur í dag. Öskraði og barði menn áfram hvað eftir annað. Sannur stríðsmaður.

"Það er búin að vera deyfð yfir okkur og við höfum ætlað að taka þetta of yfirvegað. Það eru ekki við. Þetta erum við svona kolruglaðir og það er eina leiðin fyrir okkur.

"Við erum ekki bestu handboltamenn í heimi en ef við spilum saman sem lið og liðsandinn er góður þá erum við helvíti góðir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×