Guðmundur: Horfðum mikið á okkur sjálfa Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar 22. janúar 2012 18:08 Guðmundur eftir leikinn í dag. mynd/vilhelm Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var nokkuð léttari í lund eftir sigurinn góða á Ungverjum í dag en hann var eftir síðustu leiki. Hann var þó ekki að missa sig þó svo hann væri mjög ánægður með leikinn. "Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá liðið rísa svona upp í dag. Ég tjáði þér í gær að mig iðaði hreinlega í skinninu að undirbúa liðið fyrir þennan leik. Við fórum í gegnum ákveðnar breytingar í undirbúningnum að þessu sinni," sagði Guðmundur. "Við vissum það vel að við eigum þetta til. Getum spilað frábæra vörn og hún fór á flug svo um munar núna. Við erum að verja sex skot í vörninni, fáum aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk á okkur. Markvarslan var fín og heilt yfir var varnarleikurinn sterkur. "Mér fannst sóknarleikurinn enn og aftur vera frábærlega útfærður. Við vorum að spila gegn mjög sterkri og hávaxinni vörn. Mér fannst við velja réttu kerfin á móti þeim. Við spiluðum fá kerfi en spiluðum þau vel. Gáfum okkur tíma og uppskeran öruggur sigur." Guðmundur þurfti að nota fleiri leikmenn núna en áður og þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Rúnar Kárason skoruðu báðir sitt fyrsta mark á stórmóti í leiknum. "Ég var mjög ánægður að sjá ungu strákanna allra. Menn stigu upp allir sem einn sem var frábært," sagði Guðmundur en hverju breytti hann fyrir þennan leik? "Við horfðum mikið á okkur sjálfa. Horfðum á okkur spila á móti bestu liðum heims þar sem við vorum að standa okkur vel. Vorum að kveikja í okkur sjálfum. Það sem við höfum verið að byggja upp síðustu fjögur ár þurftum við að ná fram og mér fannst við gera það alveg frábærlega í þessum leik." ' Það hafði engin áhrif á leik Íslands að þessu sinni þó svo hann hafði mikið þurft að skipta mönnum mikið af velli og prófa nýja menn. Hefði hann átt að gera meira af því í síðustu leikjum? "Ég veit það ekki og það er aldrei hægt að vita. Ég held við höfum verið að gera þetta rétt til þessa. Við erum komnir hingað og það var fyrsta markmiðið. Auðvitað vildum við fleiri stig en það gekk ekki að þessu sinni þó svo það hefði vantað ótrúlega lítið upp á í riðlakeppninni. "Það má ekki gleyma því að þetta lið sem við unnum í dag lagði sjálfa heimsmeistarana af velli og það nokkuð sannfærandi. Þeir gerðu líka jafntefli við Spánverja og það sýnir hrikaleg gæði. "Nú erum við komnir með tvö stig og getum verið mjög stoltir af því. Nú höldum við áfram veginn og tökumst á við þessa frábæra andstæðinga sem bíða okkar í þessum milliriðli. Þeir eru mun sterkari en liðin sem við vorum að mæta í riðlakeppninni," sagði Guðmundur. Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var nokkuð léttari í lund eftir sigurinn góða á Ungverjum í dag en hann var eftir síðustu leiki. Hann var þó ekki að missa sig þó svo hann væri mjög ánægður með leikinn. "Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá liðið rísa svona upp í dag. Ég tjáði þér í gær að mig iðaði hreinlega í skinninu að undirbúa liðið fyrir þennan leik. Við fórum í gegnum ákveðnar breytingar í undirbúningnum að þessu sinni," sagði Guðmundur. "Við vissum það vel að við eigum þetta til. Getum spilað frábæra vörn og hún fór á flug svo um munar núna. Við erum að verja sex skot í vörninni, fáum aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk á okkur. Markvarslan var fín og heilt yfir var varnarleikurinn sterkur. "Mér fannst sóknarleikurinn enn og aftur vera frábærlega útfærður. Við vorum að spila gegn mjög sterkri og hávaxinni vörn. Mér fannst við velja réttu kerfin á móti þeim. Við spiluðum fá kerfi en spiluðum þau vel. Gáfum okkur tíma og uppskeran öruggur sigur." Guðmundur þurfti að nota fleiri leikmenn núna en áður og þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Rúnar Kárason skoruðu báðir sitt fyrsta mark á stórmóti í leiknum. "Ég var mjög ánægður að sjá ungu strákanna allra. Menn stigu upp allir sem einn sem var frábært," sagði Guðmundur en hverju breytti hann fyrir þennan leik? "Við horfðum mikið á okkur sjálfa. Horfðum á okkur spila á móti bestu liðum heims þar sem við vorum að standa okkur vel. Vorum að kveikja í okkur sjálfum. Það sem við höfum verið að byggja upp síðustu fjögur ár þurftum við að ná fram og mér fannst við gera það alveg frábærlega í þessum leik." ' Það hafði engin áhrif á leik Íslands að þessu sinni þó svo hann hafði mikið þurft að skipta mönnum mikið af velli og prófa nýja menn. Hefði hann átt að gera meira af því í síðustu leikjum? "Ég veit það ekki og það er aldrei hægt að vita. Ég held við höfum verið að gera þetta rétt til þessa. Við erum komnir hingað og það var fyrsta markmiðið. Auðvitað vildum við fleiri stig en það gekk ekki að þessu sinni þó svo það hefði vantað ótrúlega lítið upp á í riðlakeppninni. "Það má ekki gleyma því að þetta lið sem við unnum í dag lagði sjálfa heimsmeistarana af velli og það nokkuð sannfærandi. Þeir gerðu líka jafntefli við Spánverja og það sýnir hrikaleg gæði. "Nú erum við komnir með tvö stig og getum verið mjög stoltir af því. Nú höldum við áfram veginn og tökumst á við þessa frábæra andstæðinga sem bíða okkar í þessum milliriðli. Þeir eru mun sterkari en liðin sem við vorum að mæta í riðlakeppninni," sagði Guðmundur.
Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti