Handbolti

Spánverjar fyrstir til að vinna Króata

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Raul Entrerrios fagnar einu marka sinna í dag.
Raul Entrerrios fagnar einu marka sinna í dag.
Spánn vann í dag gríðarlega mikilvægan sigur á Króatíu á EM í handbolta og tók þar með stórt skref í átt að undanúrslitum keppninnar.

Spánverjar unnu að lokum nauman sigur, 24-22, eftir mjög góðan lokakafla þar sem þeir skoruðu fimm af sex síðustu mörkum leiksins. Fram að því höfðu Króatar verið skrefi framar í leiknum en staðan í hálfleik var 14-11, þeim í vil.

Með sigrinum komst Spánn á topp milliriðls 2 og er nú með fimm stig en Króatía er með fjögur. Ungverjaland er svo með þrjú stig en Ísland, Slóvenía og Frakkland eru öll með tvö stig.

Victor Tomas skroaði fimm mörk fyrir Spán í dag en Ivan Cupic fimm fyrir Króata, þar af þrjú af vítalínunni. Blazenko Lackovic kom næstur með fjögur mörk.

Ísland þurfti helst að treysta á að Króatía myndi vinna alla sína leiki í milliriðlinum til að eiga sem bestan möguleika á að komast áfram í undanúrslit. En þó er ekki öll nótt úti enn enda tvær heilar umferðir eftir.

Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli komast áfram í undanúrslit.

Úrslit, dagskrá og staðan í öllum riðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×