Handbolti

Löwen tapaði mikilvægum stigum á heimavelli

Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson.
Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen náðu ekki að komast upp í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld.

Þá tapaði Löwen óvænt á heimavelli, 32-33, gegn Gummersbach, og situr því sem fastast í fimmta sætinu.

Það var Barna Putics sem skoraði sigurmark Gummersbach tíu sekúndum fyrir leikslok. Gummersbach leiddi 30-32 þegar þrjár mínútur voru eftir. Löwen kom til baka og jafnaði en Gummersbach nýtti síðustu sóknina vel.

Ivan Cupic var markahæstur í liði Löwen með 9 mörk en Róbert Gunnarsson komst ekki á blað enda spilar hann sama og ekkert með Löwen þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×