Vinnufélagar dómara Magnús Halldórsson skrifar 17. febrúar 2012 12:01 Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Viðar Már Matthíasson lýstu sig vanhæfa til þess að dæma í máli Sigurðar Hreins Sigurðarsonar og Mariu Elviru Mendez Pinedo gegn Frjálsa fjárfestingabankanum í 15. febrúar sl. Dómurinn hefur sett fjármálakerfi landsins í uppnám, og gæti kallað á endurskoðun nokkur þúsund ákvarðana er varða gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga, auk annarra mála. Athyglisvert er að skoða ástæður þess, að Markús og Viðar töldu sig vanhæfa. Eiginkona Markúsar, Björg Thorarensen lagaprófessor, er samstarfsmaður Mariu. Markús taldi sig vanhæfan til þess að dæma í fyrrnefndu máli af þessum sökum, þ.e. vegna kunningsskaps við Mariu. Viðar Már vann með Mariu í lagadeildinni og taldi sig vanhæfan af þeim sökum, þ.e. vegna þess að þau þekktust í gegnum störf sín. Eiríkur Tómasson, fyrrverandi forseti lagadeildar og nú dómari í Hæstarétti, taldi sig ekki vanhæfan til þess að dæma í málinu, þrátt fyrir að hann hafi eins og Viðar Már og Björg, unnið með Mariu í háskólanum. Annar dómari í málinu, Benedikt Bogason, hefur einnig unnið með Mariu í háskólanum en hann taldi sig ekki vanhæfan. Sjö manna dómur klofnaði 4-3 í fyrrnefndu máli Sigurðar Hreins og Mariu. Eiríkur og Benedikt voru báðir í fjögurra manna meirihluta Hæstaréttar. Kannski hefði fjármálakerfið ekki komist í uppnám ef Eiríkur og Benedikt hefðu verið vanhæfir til þess að dæma í málinu út frá kunningsskap við Mariu. Þetta sýnir kannski helst hvað starf Hæstaréttardómara er krefjandi og áhrifamikið, og hvað það skiptir miklu máli að hæfisskilyrði dómara séu alltaf hafin yfir vafa, líka í málum fyrrverandi vinnufélaga þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Viðar Már Matthíasson lýstu sig vanhæfa til þess að dæma í máli Sigurðar Hreins Sigurðarsonar og Mariu Elviru Mendez Pinedo gegn Frjálsa fjárfestingabankanum í 15. febrúar sl. Dómurinn hefur sett fjármálakerfi landsins í uppnám, og gæti kallað á endurskoðun nokkur þúsund ákvarðana er varða gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga, auk annarra mála. Athyglisvert er að skoða ástæður þess, að Markús og Viðar töldu sig vanhæfa. Eiginkona Markúsar, Björg Thorarensen lagaprófessor, er samstarfsmaður Mariu. Markús taldi sig vanhæfan til þess að dæma í fyrrnefndu máli af þessum sökum, þ.e. vegna kunningsskaps við Mariu. Viðar Már vann með Mariu í lagadeildinni og taldi sig vanhæfan af þeim sökum, þ.e. vegna þess að þau þekktust í gegnum störf sín. Eiríkur Tómasson, fyrrverandi forseti lagadeildar og nú dómari í Hæstarétti, taldi sig ekki vanhæfan til þess að dæma í málinu, þrátt fyrir að hann hafi eins og Viðar Már og Björg, unnið með Mariu í háskólanum. Annar dómari í málinu, Benedikt Bogason, hefur einnig unnið með Mariu í háskólanum en hann taldi sig ekki vanhæfan. Sjö manna dómur klofnaði 4-3 í fyrrnefndu máli Sigurðar Hreins og Mariu. Eiríkur og Benedikt voru báðir í fjögurra manna meirihluta Hæstaréttar. Kannski hefði fjármálakerfið ekki komist í uppnám ef Eiríkur og Benedikt hefðu verið vanhæfir til þess að dæma í málinu út frá kunningsskap við Mariu. Þetta sýnir kannski helst hvað starf Hæstaréttardómara er krefjandi og áhrifamikið, og hvað það skiptir miklu máli að hæfisskilyrði dómara séu alltaf hafin yfir vafa, líka í málum fyrrverandi vinnufélaga þeirra.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun