Handbolti

Nær Dagur að stöðva sigurgöngu Kiel? | Sportrásirnar í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Nordic Photos / Getty Images
Toppslagur þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 í kvöld en þá verður nóg um að vera á sportrásunum.

Kiel hefur unnið alla 25 leiki sína á tímabilinu í Þýskalandi til þessa sem er vitanlega met. Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins og fær til sín Füchse Berlin í heimsókn í kvöld.

Berlínarrefirnir hafa slegið í gegn undir stjórn Dags Sigurðssonar og eru í öðru sæti deildarinnar. Nú fyrir skemmstu sló liðið Þýskalandsmeistara Hamburg úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Bob Hanning, framkvæmdarstjóri Füchse Berlin, segir að leikmenn liðsins séu vissulega þreyttir eftir átökin í Meistaradeildinni. „En ég trúi þessum leikmannahópi til alls. Kannski eigum við enn smá kraft inni eftir Meistaradeildina," sagði hann við þýska fjölmiðla.

Kiel er á toppnum með 50 stig og á titilinn vísan. Füchse Berlin kemur svo næst með 42 stig, einu stigi meira en Flensburg.

Á öðrum sportrásum verður sýnt frá leikjum í Meistaradeild Evrópu en dagskrána má sjá hér fyrir neðan:

18:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun (Stöð 2 Sport)

18:10 Kiel - Füchse Berlin (Stöð 2 Sport 4)

18:30 Marseille - Bayern München (Stöð 2 Sport 3)

18:30 AC Milan - Barcelona (Stöð 2 Sport & HD)

20.45 Þorsteinn J og gestir - meistaramörkin (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×