Hrafnhildur: Forréttindi að fá þennan úrslitaleik Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar 7. desember 2012 12:00 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. Mynd/Stefán „Þetta er búinn að vera góður dagur. Við erum búnar að fá að fara niður í bæ og ná að rölta aðeins um Vrsac. Við erum bara búnar að hafa það kósí og fórum meira segja og fengum okkur pizzu," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, um daginn í gær þar sem íslenska liðið reyndi að safna orku fyrir átökin á móti Rússum í kvöld. Hrafnhildur viðurkenndi að Rúmeníuleikurinn hafi setið í henni og fleirum í liðinu en íslenska liðið tapaði þá í spennuleik. „Þetta var ótrúlega sorglegt. Maður þurfti aftur svefntöflu til að sofna í gær því það var ekki auðvelt. Það er samt bara létt yfir mannskapnum miðað við leikinn í gær," sagði Hrafnhildur. „Það eru forréttindi að fá þennan úrslitaleik. Við hefðum getað verið úr leik og þá hefði andinn verið allt öðruvísi. Við hefðum alltaf farið inn í leikinn til þess að vinna en við höfum til alls að vinna núna. Við komust í milliriðli ef við vinnum þennan leik og náum þá markmiðum okkar," sagði Hrafnhildur. „Við höfum ekki riðið feitum hesti frá síðustu viðureignum við Rússana en við áttum hörkuleik við þær fyrstu 40 mínúturnar á HM í Brasilíu í fyrra þar til að blaðran sprakk hjá okkur. Það var rosalega magnað hvernig við hlupum á vegg allt í einu," sagði Hrafnhildur. „Í þeim leik þá erum við að ná að fá auðveld mörk eftir hörkuvörn. Við eigum ekki möguleika á móti þeim nema að við fáum fleiri auðveld mörk en í síðustu leikjum. Það er klárt mál. Við þurfum virkilega að gefa allt og geta hlaupið á morgun," sagði Hrafnhildur. Hrafnhildur fékk dæmdan á sig mjög ósanngjarnan ruðning í leiknum á móti Rúmeníu og steinlá á eftir. Hún grínaðist með það að lungun hefðu fallið saman en segist vera í lagi. „Ég er nokkuð spræk miðað við aldur og fyrri störf," sagði Hrafnhildur kát að vanda. Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
„Þetta er búinn að vera góður dagur. Við erum búnar að fá að fara niður í bæ og ná að rölta aðeins um Vrsac. Við erum bara búnar að hafa það kósí og fórum meira segja og fengum okkur pizzu," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, um daginn í gær þar sem íslenska liðið reyndi að safna orku fyrir átökin á móti Rússum í kvöld. Hrafnhildur viðurkenndi að Rúmeníuleikurinn hafi setið í henni og fleirum í liðinu en íslenska liðið tapaði þá í spennuleik. „Þetta var ótrúlega sorglegt. Maður þurfti aftur svefntöflu til að sofna í gær því það var ekki auðvelt. Það er samt bara létt yfir mannskapnum miðað við leikinn í gær," sagði Hrafnhildur. „Það eru forréttindi að fá þennan úrslitaleik. Við hefðum getað verið úr leik og þá hefði andinn verið allt öðruvísi. Við hefðum alltaf farið inn í leikinn til þess að vinna en við höfum til alls að vinna núna. Við komust í milliriðli ef við vinnum þennan leik og náum þá markmiðum okkar," sagði Hrafnhildur. „Við höfum ekki riðið feitum hesti frá síðustu viðureignum við Rússana en við áttum hörkuleik við þær fyrstu 40 mínúturnar á HM í Brasilíu í fyrra þar til að blaðran sprakk hjá okkur. Það var rosalega magnað hvernig við hlupum á vegg allt í einu," sagði Hrafnhildur. „Í þeim leik þá erum við að ná að fá auðveld mörk eftir hörkuvörn. Við eigum ekki möguleika á móti þeim nema að við fáum fleiri auðveld mörk en í síðustu leikjum. Það er klárt mál. Við þurfum virkilega að gefa allt og geta hlaupið á morgun," sagði Hrafnhildur. Hrafnhildur fékk dæmdan á sig mjög ósanngjarnan ruðning í leiknum á móti Rúmeníu og steinlá á eftir. Hún grínaðist með það að lungun hefðu fallið saman en segist vera í lagi. „Ég er nokkuð spræk miðað við aldur og fyrri störf," sagði Hrafnhildur kát að vanda.
Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira