Handbolti

Serbneski þjálfarinn sleppur við refsingu

Sasa Boskovic, þjálfari kvennaliðs Serbíu í handbolta, var í kastljósinu í gær þegar sýndar voru myndir af honum toga í leikmann norska landsliðsins sem var inni á vellinum. Baskovic togaði í keppnistreyju Linn Jørum Sulland, hægri hornamanns Norðmanna – og hann togaði einnig í höndina á henni. Í myndbandinu hér fyrir ofan - má sjá hvernig Boskovic bar sig að við hliðarlínuna.

Boskovic gerði þetta margoft í leiknum og lögðu forráðamenn norska landsliðsins inn óformlega kvörtun til Handknattleikssambands Evrópu. EHF fór yfir málið í gær og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera neitt í málinu, þar sem að Norðmenn sendu ekki inn formlega kæru eða kvörtun. Dómarar leiksins og eftirlitsmaður greindu ekki frá þessu atviki í skýrslu sinni um leikinn.

EHF hefur farið yfir myndbandsupptöku frá atvikinu þar sem Boskovic fer ekkert í felur með gjörðir sínar. Það dugir ekki til og sleppur Boskovic með þessa ótrúlegu uppákomu þrátt fyrir EHF hafi lýst því yfir að framferði hans sé óásættanlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×