Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Rússland 21-30 | Stelpurnar úr leik Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsav skrifar 7. desember 2012 13:19 Karen Knútsdóttir var valin besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Mynd/Stefán Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er úr leik á EM í Serbíu eftir níu marka skell á móti Rússum, 21-30, í þriðja og síðasta leik sínum í D-riðli. Rússar fara því í milliriðilinn í Novi Sad ásamt Svartfellingum og Rúmenum. Slæm byrjun í þessum leik í kvöld fór með alla möguleika stelpnanna á því að ná í söguleg úrslit og komast upp úr riðlinum. Rússland skoraði fjögur fyrstu mörkin, var átta mörkum yfir í hálfleik og gaf síðan ekkert eftir í þeim síðari. Íslenska stelpurnar töpuðu öllum þremur leikjum sínum á mótinu (alveg eins og á EM 2010) og þrátt fyrir góðan varnarleik og fína markvörslu Jennýjar Ásmundsdóttur þá komast íslensku stelpurnar aldrei langt á svona sterku móti með ekki betri sóknarleik en liðið sýndi í Vrsac. Íslenska liðið var næst eðlilegri getu á móti Rúmenum en fékk slæman skell bæði í fyrsta leiknum á móti Svartfjallalandi sem og í kvöld á móti Rússlandi. Rut Jónsdóttir var markahæst hjá íslenska liðinu með fjögur mörk og þær Rakel Dögg Bragadóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Karen Knútsdóttir skoruðu allar þrjú mörk hver. Jenný Ásmundsdóttir varði þrjú víti og þrettán skot í leiknum en það dugði skammt ekki síst vegna þess að íslenska liðið fékk sjaldnast boltann eftir vörslur hennar. Rússar skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins og fyrsta íslenska markið leit ekki dagsins ljós fyrr en eftir rétt tæpar átta mínútur. Íslensku stelpurnar náðu að minnka muninn í tvö mörk, 3-5 en þó komu þrjú rússnesk mörk í röð og tóninn var gefinn. Rússneska liðið hafði lítið fyrir mörkunum sínum á meðan að sóknir íslenska liðsins voru þunglamalegar og bitlitlar. Það var helst að liðið fékk eitthvað í gegnum Önnu Úrsúlu á línunni sem fiskaði fjögur víti í fyrri hálfleiknum. Rússar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 15-8, en munirnn hefði getað verið meiri hefði Jenný Ásmundsdóttir ekki varið tvö víti í hálfleiknum. Vonin kviknaði aldrei í seinni hálfleiknum, þær rússnesku skoruðu fyrsta mark hans og voru komnar tíu mörkum yfir, 12-22, eftir tíu mínútur. Síðustu tuttugu mínúturnar voru spilaðar fyrir stoltið en íslensku stelpurnar komust aldrei nær en að minnka muninn í átta mörk. Ágúst: Okkar lykilleikmenn eiga tíu ár eftir í fremstu röðÁgúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, var að vonum svekktur eftir tapið á móti Rússum í kvöld en íslensku stelpurnar misstu þær rússnesku frá sér í byrjun og voru aldrei almennilega inn í leiknum. „Við byrjuðum illa og þá má eiginlega segja það að byrjunin hafi orðið okkur að falli. Við vorum strax komnar vel undir. Stelpurnar voru óheppnar því þær sköpuðu sér færi í upphafi en skutu framhjá og fengu dæmda á sig línu þegar þær skoruðu. Þetta var eins slæmt og þetta gat orðið í upphafi leiks og það er erfitt að lenda strax nokkrum mörkum undir á móti Rússum," sagði Ágúst. „Við erum að gera tæknimistök varnarlega í fyrri hálfleiknum fimm eða sex sinnum þar sem við erum að fá þær upp á sjö til átta metrum inn á miðjusvæðinu. Það er mjög erfitt að eiga við. Það var eitthvað sem við vorum búin að fara vel yfir og ætluðum að stoppa en því miður gekk þetta ekki núna," sagði Ágúst. „Varnarleikurinn lagaðist í seinni hálfleik og ég var pínu ósáttur með að við náðum ekki að minnka þetta enn meira niður. Ég hef sagt það áður að Rússar spiluðu frábærlega á móti Rúmenum og voru algjörir klaufar að vinna ekki þann leik þar sem markvörðurinn varði 19 skot þar af tólf þeirra af sex metrum," sagði Ágúst. „Markmiðin voru að fara áfram og það hefði verið metnaðarleysi og fáránlegt af okkur að fara inn í þessa riðlakeppni og hafa ekki markmiðið að komast áfram. Þá hefði maður alveg eins getað hætt þessu. Auðvitað vissum við að það væri mjög erfitt að ná markmiðinu," sagði Ágúst. „Maður er svekktur að sjálfsögðu en ég mest svekktur yfir því að við skulum ekki hafa náð jafnari leikjum. Ég vissi það alltaf að þetta markmið yrði mjög erfitt og þessi lið eru bara gríðarlega sterk. Í ofanálag erum við með ungt og efnilegt framtíðarlið og það er orðið mikil reynsla fyrir þær að fara á þrjú stórmót í röð. Lykilleikmenn og stærstu póstarnir í liðinu eru á mjög góðum aldri," sagði Ágúst. „Það er leiðinlegt að segja þetta og vera í þessum pakka en maður verður að horfa á þetta þannig. Okkar lykilleikmenn eru í kringum 22 til 23 ára og eiga því tíu ár eftir í fremstu röð," sagði Ágúst. „Það voru of margar sem náðu sér ekki á strik í mótinu og við náðum eiginlega ekki alveg nógu miklum takti frá fyrsta degi þó svo að leikur tvö á móti Rúmenum hafi verið mjög góður. Við vorum klaufar að hafa ekki unnið hann og svo leikur hefði hugsanlega batra dugað. Þetta er fúlt en við þurfum að taka þetta í reynsluboltann og horfa fram á veginn," sagði Ágúst. „Það eru fullt af verkefnum framundan og liðið er á flottum aldri. Leikmenn eins og Þorgerður og Birna eru líka fyrir utan liðið sem eru miklir framtíðarleikmenn og handan við hornið. Það er bara stefanan að halda áfram. Við fáum tvo leiki við Svía í mars og svo er það bara umspilsleikir í maí og júní. Við höldum tvíefld áfram," sagði Ágúst. Hrafnhildur: Erum með brotið sjálfstraust„Þetta eru gríðarleg vonbrigði og hrikalega svekkjandi. Við áttum ekkert meira skilið út úr þessum leik og erum hreinlega með brotið sjálfstraust," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska liðsins. „Ég held að vandamálið liggi þar. Við byrjum alveg svakalega illa og heilt yfir í þessu móti eru allt alltof margir leikmenn að spila langt undir getu. Við erum bara með brotið sjálfstraust," sagði Hrafnhildur. „Ég sagði það fyrir mótið að það var gríðarlega mikilvægt að byrja vel upp á sjálfstraustið. Við byrjum á því að fá hörku skell en rífum okkur rosalega flott upp eftir það. Við erum samt bara að fleyta okkur áfram í þessum Rúmeníuleik á brjálaðari vörn. Sóknarleikurinn er í molum nánast allt mótið," sagði Hrafnhildur. „Þetta er ótrúlega erfitt. Við gátum ekki óheppnari með riðil og fengum verstu mögulegu andstæðinga bæði úr styrkleikaflokki tvö og þrjú. Þetta gat ekki dregist verr fyrir okkur og það var því ljóst að það var á brattann að sækja," sagði Hrafnhildur. „Við gerðum þær kröfur til okkar sjálfra að við myndum koma á óvart í hið minnsta einum leik og komast með því upp úr riðlinum. Eftir á að hyggja þá var sá möguleiki á móti Rúmeníu sem við klúðruðum rétt í lokin. Það er líka ótrúlega svekkjandi þegar við horfum til baka," sagði Hrafnhildur. Karen: Í þessari viku vorum við bara of langt frá þessum liðumKaren Knútsdóttir var ákveðin í kvöld og fann sig betur en í fyrstu tveimur leikjunum. Hún skoraði þrjú mörk og var valin besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum af mótshöldurum. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti 0-4 undir eftir sjö mínútna leik. „Það var ekkert búið þótt að þær skoruðu fyrstu fjögur mörkin því við gátum alveg skorað fjögur mörk í röð eins og þær. Auðvitað er betra að byrja vel, ég segi það ekki. Það gerði það að verkum að við vorum að elta allan leikinn og Rússlandi er bara of gott lið til að landa svona mikið undir á móti og þurfa að elta allan tímann," sagði Karen. „Þetta eru þvílík vonbirgði en við vorum bara lélegri á öllum sviðum í dag. Þetta eru margfaldir meistarar og vita alveg hvað er að vinna. Þær eru fara svolítið á hefðinni í kvöld en við hefðum þurft að fara á karakternum," sagði Karen. „Möguleikar okkar lágu fyrr í riðlinum en fyrst að þetta spilaðist svona þá var þetta úrslitaleikur á móti Rússum. Auðvitað ætluðum við að gera betur en þær voru einfaldlega bara betri en við í dag," sagði Karen sem var valin best í íslenska liðinu. „Það hefur enga þýðingu fyrir mig að fá þessi verðlaun því maður á það ekki skilið eftir svona leik. Það er mitt mat ef að við ætlum að reyna að nálgast þessi lið þá þurfum við að vera fljótari upp völlinn," sagði Karen. „Við þurfum að koma boltanum hratt í leik og nýta annað tempó. Við getum ekki verið að skora 25 plús mörk í uppsettum sóknarleik. Það er einfaldlega of erfitt. Þær eru 190 sm og standa bara inn á sex metrunum og bíða eftir okkur," sagði Karen. „Við vorum að láta það trufla okkur í fyrsta leiknum hvað þær voru að koma út til að negla okkur. Við vorum hikandi í sendingum og þá var ekkert flæði sem þýðir að við erum ekkert að opna varnirnar. Við þurfum að fá hratt spil sem er það sem hefur skilað mörkum hingað til. Það var engan veginn að gerast núna," sagði Karen. „Það hefði verið gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að komast áfram upp á næsta HM og næsta HM því þá hefðum við fengið auðveldari andstæðinga í umspilinu. Við vorum að spila fína vörn í fyrstu tveimur leikjunum og voru með góða markvörslu. Til þess að eiga möguleika þá þurfum við að geta keyrt upp völlinn og fá boltann fyrr í leik. Þá koma auðveldari mörk og við getum notað hraðann sem við búum yfir. Í þessari viku vorum við bara of langt frá þessum liðum," sagði Karen. Rut: Erfitt að elta þær allan leikinn„Þetta var svolítið erfið byrjun og við erum að elta þær allan leikinn sem er errfitt. Mér fannst við vera vel stemmdar fyrir leikinn en ég skil ekki alveg hvað gerðist. Á móti svona góðu liði þá má þetta ekki gerast því við verðum að vera tilbúnar frá byrjun," sagði Rut Jónsdóttir besti maður íslenska liðsins ásatm Jenný Ásmundsdóttur í markinu. „Ég kom grimm í þennan leik og var að vinna þristinn ágætlega í fyrri hálfleik og svo var ég kannski ákveðnari að fara sjálf í seinni hálfleik. Ég veit það samt ekki því það var ekki nóg," sagði Rut. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta voru mjög sterk lið sem við vorum að mæta. Við erum líka margar mjög ungar og eigum mikið eftir. Við þurfum helst að bæta líkamlegan styrk hjá okkur. Við getum ekki orðið hærri en við getum bætt styrk," sagði Rut. „Við vorum sjö mörkum undir í hálfleik. Það er erfitt en það er allt hægt í handbolta. Með góðum seinni hálfleik þá hefðum við alveg getað náð þessu. Við hættum ekki og vorum að berjast allan leikinn en það var ekki nóg," sagði Rut. Jenný: Við hefðum þurft að lemja þær meira Jenný Ásmundsdóttir.Mynd/StefánJenný Ásmundsdóttir varði þrjú víti í leiknum og gerði sitt eins og í hinum leikjunum en það var ekki nóg í kvöld ekki frekar en á móti Svartfjallalandi eða Rúmeníu. „Vörnin var ekki að ganga í fyrri hálfleik og þær náði því sem þær hafa verið að gera feykilega vel sem er að leysa inn í 4:2 og setja hindrun á þristana okkar. Þær voru að opna vel fyrir fimmuna og hún skorar strax auðveld mörk og við virðumst ekki ná taktinum í upphafi. Kannski vantaði bara meiri handavinnu í vörnina," sagði Jenný. „Þó að ég hafi náð að klukka einhverja bolta þá náðum við aldrei að nýta það og þetta verður allt rosalega erfitt strax. Mér fannst stemningin fyrir leik og í upphitun vera rosalega góð en svo þegar var flautað á þá leið mér eins og ég hafi fengið þær ofan á mig. Það var eins og allt væri opið hjá okkur og þá verður allt svo erfitt," sagði Jenný. „Þær náðu að opna vörnina okkur mjög vel og það vantaði bara meiri grimmd og baráttu í okkur. Við hefðum þurft að lemja þær meira því þær eru harðar hinum megin og náðu að stoppa vel sóknina hjá okkur. Við lentum í sömu vandamálum og við höfum verið að lenda í," sagði Jenný. „Maður reynir alltaf að gera sitt besta en það eru alltaf einhver atriði sem við getum tekið með okkur. Það gerir maður og verður ánægður með það sem maður getur verið ánægður með," sagði Jenný. „Við getum allar tekið það á okkur að við getum gert betur. Við þurfum að vinna með það og finna þá leiðina til að ná þesum góðum "elementum" fram í okkar leik. Ef sóknin er góð þá var vörnin ekki góð en þegar vörnin var góð þá var sóknin ekki góð. Okkur virðist ekki takast að ná þessum öllu þremur hlutum góðum á sama tíma á þessu móti eins og okkur tókst á síðasta móti," sagði Jenný. „Við þurfum bara að vinna í því þetta er þarna. Það er bara að ná þessu fram," sagði Jenný.Mynd/StefánHrafnhildur Skúladóttir.Mynd/StefánKaren KnútsdóttirMynd/StefánRut JónsdóttirMynd/Stefán Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er úr leik á EM í Serbíu eftir níu marka skell á móti Rússum, 21-30, í þriðja og síðasta leik sínum í D-riðli. Rússar fara því í milliriðilinn í Novi Sad ásamt Svartfellingum og Rúmenum. Slæm byrjun í þessum leik í kvöld fór með alla möguleika stelpnanna á því að ná í söguleg úrslit og komast upp úr riðlinum. Rússland skoraði fjögur fyrstu mörkin, var átta mörkum yfir í hálfleik og gaf síðan ekkert eftir í þeim síðari. Íslenska stelpurnar töpuðu öllum þremur leikjum sínum á mótinu (alveg eins og á EM 2010) og þrátt fyrir góðan varnarleik og fína markvörslu Jennýjar Ásmundsdóttur þá komast íslensku stelpurnar aldrei langt á svona sterku móti með ekki betri sóknarleik en liðið sýndi í Vrsac. Íslenska liðið var næst eðlilegri getu á móti Rúmenum en fékk slæman skell bæði í fyrsta leiknum á móti Svartfjallalandi sem og í kvöld á móti Rússlandi. Rut Jónsdóttir var markahæst hjá íslenska liðinu með fjögur mörk og þær Rakel Dögg Bragadóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Karen Knútsdóttir skoruðu allar þrjú mörk hver. Jenný Ásmundsdóttir varði þrjú víti og þrettán skot í leiknum en það dugði skammt ekki síst vegna þess að íslenska liðið fékk sjaldnast boltann eftir vörslur hennar. Rússar skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins og fyrsta íslenska markið leit ekki dagsins ljós fyrr en eftir rétt tæpar átta mínútur. Íslensku stelpurnar náðu að minnka muninn í tvö mörk, 3-5 en þó komu þrjú rússnesk mörk í röð og tóninn var gefinn. Rússneska liðið hafði lítið fyrir mörkunum sínum á meðan að sóknir íslenska liðsins voru þunglamalegar og bitlitlar. Það var helst að liðið fékk eitthvað í gegnum Önnu Úrsúlu á línunni sem fiskaði fjögur víti í fyrri hálfleiknum. Rússar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 15-8, en munirnn hefði getað verið meiri hefði Jenný Ásmundsdóttir ekki varið tvö víti í hálfleiknum. Vonin kviknaði aldrei í seinni hálfleiknum, þær rússnesku skoruðu fyrsta mark hans og voru komnar tíu mörkum yfir, 12-22, eftir tíu mínútur. Síðustu tuttugu mínúturnar voru spilaðar fyrir stoltið en íslensku stelpurnar komust aldrei nær en að minnka muninn í átta mörk. Ágúst: Okkar lykilleikmenn eiga tíu ár eftir í fremstu röðÁgúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, var að vonum svekktur eftir tapið á móti Rússum í kvöld en íslensku stelpurnar misstu þær rússnesku frá sér í byrjun og voru aldrei almennilega inn í leiknum. „Við byrjuðum illa og þá má eiginlega segja það að byrjunin hafi orðið okkur að falli. Við vorum strax komnar vel undir. Stelpurnar voru óheppnar því þær sköpuðu sér færi í upphafi en skutu framhjá og fengu dæmda á sig línu þegar þær skoruðu. Þetta var eins slæmt og þetta gat orðið í upphafi leiks og það er erfitt að lenda strax nokkrum mörkum undir á móti Rússum," sagði Ágúst. „Við erum að gera tæknimistök varnarlega í fyrri hálfleiknum fimm eða sex sinnum þar sem við erum að fá þær upp á sjö til átta metrum inn á miðjusvæðinu. Það er mjög erfitt að eiga við. Það var eitthvað sem við vorum búin að fara vel yfir og ætluðum að stoppa en því miður gekk þetta ekki núna," sagði Ágúst. „Varnarleikurinn lagaðist í seinni hálfleik og ég var pínu ósáttur með að við náðum ekki að minnka þetta enn meira niður. Ég hef sagt það áður að Rússar spiluðu frábærlega á móti Rúmenum og voru algjörir klaufar að vinna ekki þann leik þar sem markvörðurinn varði 19 skot þar af tólf þeirra af sex metrum," sagði Ágúst. „Markmiðin voru að fara áfram og það hefði verið metnaðarleysi og fáránlegt af okkur að fara inn í þessa riðlakeppni og hafa ekki markmiðið að komast áfram. Þá hefði maður alveg eins getað hætt þessu. Auðvitað vissum við að það væri mjög erfitt að ná markmiðinu," sagði Ágúst. „Maður er svekktur að sjálfsögðu en ég mest svekktur yfir því að við skulum ekki hafa náð jafnari leikjum. Ég vissi það alltaf að þetta markmið yrði mjög erfitt og þessi lið eru bara gríðarlega sterk. Í ofanálag erum við með ungt og efnilegt framtíðarlið og það er orðið mikil reynsla fyrir þær að fara á þrjú stórmót í röð. Lykilleikmenn og stærstu póstarnir í liðinu eru á mjög góðum aldri," sagði Ágúst. „Það er leiðinlegt að segja þetta og vera í þessum pakka en maður verður að horfa á þetta þannig. Okkar lykilleikmenn eru í kringum 22 til 23 ára og eiga því tíu ár eftir í fremstu röð," sagði Ágúst. „Það voru of margar sem náðu sér ekki á strik í mótinu og við náðum eiginlega ekki alveg nógu miklum takti frá fyrsta degi þó svo að leikur tvö á móti Rúmenum hafi verið mjög góður. Við vorum klaufar að hafa ekki unnið hann og svo leikur hefði hugsanlega batra dugað. Þetta er fúlt en við þurfum að taka þetta í reynsluboltann og horfa fram á veginn," sagði Ágúst. „Það eru fullt af verkefnum framundan og liðið er á flottum aldri. Leikmenn eins og Þorgerður og Birna eru líka fyrir utan liðið sem eru miklir framtíðarleikmenn og handan við hornið. Það er bara stefanan að halda áfram. Við fáum tvo leiki við Svía í mars og svo er það bara umspilsleikir í maí og júní. Við höldum tvíefld áfram," sagði Ágúst. Hrafnhildur: Erum með brotið sjálfstraust„Þetta eru gríðarleg vonbrigði og hrikalega svekkjandi. Við áttum ekkert meira skilið út úr þessum leik og erum hreinlega með brotið sjálfstraust," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska liðsins. „Ég held að vandamálið liggi þar. Við byrjum alveg svakalega illa og heilt yfir í þessu móti eru allt alltof margir leikmenn að spila langt undir getu. Við erum bara með brotið sjálfstraust," sagði Hrafnhildur. „Ég sagði það fyrir mótið að það var gríðarlega mikilvægt að byrja vel upp á sjálfstraustið. Við byrjum á því að fá hörku skell en rífum okkur rosalega flott upp eftir það. Við erum samt bara að fleyta okkur áfram í þessum Rúmeníuleik á brjálaðari vörn. Sóknarleikurinn er í molum nánast allt mótið," sagði Hrafnhildur. „Þetta er ótrúlega erfitt. Við gátum ekki óheppnari með riðil og fengum verstu mögulegu andstæðinga bæði úr styrkleikaflokki tvö og þrjú. Þetta gat ekki dregist verr fyrir okkur og það var því ljóst að það var á brattann að sækja," sagði Hrafnhildur. „Við gerðum þær kröfur til okkar sjálfra að við myndum koma á óvart í hið minnsta einum leik og komast með því upp úr riðlinum. Eftir á að hyggja þá var sá möguleiki á móti Rúmeníu sem við klúðruðum rétt í lokin. Það er líka ótrúlega svekkjandi þegar við horfum til baka," sagði Hrafnhildur. Karen: Í þessari viku vorum við bara of langt frá þessum liðumKaren Knútsdóttir var ákveðin í kvöld og fann sig betur en í fyrstu tveimur leikjunum. Hún skoraði þrjú mörk og var valin besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum af mótshöldurum. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti 0-4 undir eftir sjö mínútna leik. „Það var ekkert búið þótt að þær skoruðu fyrstu fjögur mörkin því við gátum alveg skorað fjögur mörk í röð eins og þær. Auðvitað er betra að byrja vel, ég segi það ekki. Það gerði það að verkum að við vorum að elta allan leikinn og Rússlandi er bara of gott lið til að landa svona mikið undir á móti og þurfa að elta allan tímann," sagði Karen. „Þetta eru þvílík vonbirgði en við vorum bara lélegri á öllum sviðum í dag. Þetta eru margfaldir meistarar og vita alveg hvað er að vinna. Þær eru fara svolítið á hefðinni í kvöld en við hefðum þurft að fara á karakternum," sagði Karen. „Möguleikar okkar lágu fyrr í riðlinum en fyrst að þetta spilaðist svona þá var þetta úrslitaleikur á móti Rússum. Auðvitað ætluðum við að gera betur en þær voru einfaldlega bara betri en við í dag," sagði Karen sem var valin best í íslenska liðinu. „Það hefur enga þýðingu fyrir mig að fá þessi verðlaun því maður á það ekki skilið eftir svona leik. Það er mitt mat ef að við ætlum að reyna að nálgast þessi lið þá þurfum við að vera fljótari upp völlinn," sagði Karen. „Við þurfum að koma boltanum hratt í leik og nýta annað tempó. Við getum ekki verið að skora 25 plús mörk í uppsettum sóknarleik. Það er einfaldlega of erfitt. Þær eru 190 sm og standa bara inn á sex metrunum og bíða eftir okkur," sagði Karen. „Við vorum að láta það trufla okkur í fyrsta leiknum hvað þær voru að koma út til að negla okkur. Við vorum hikandi í sendingum og þá var ekkert flæði sem þýðir að við erum ekkert að opna varnirnar. Við þurfum að fá hratt spil sem er það sem hefur skilað mörkum hingað til. Það var engan veginn að gerast núna," sagði Karen. „Það hefði verið gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að komast áfram upp á næsta HM og næsta HM því þá hefðum við fengið auðveldari andstæðinga í umspilinu. Við vorum að spila fína vörn í fyrstu tveimur leikjunum og voru með góða markvörslu. Til þess að eiga möguleika þá þurfum við að geta keyrt upp völlinn og fá boltann fyrr í leik. Þá koma auðveldari mörk og við getum notað hraðann sem við búum yfir. Í þessari viku vorum við bara of langt frá þessum liðum," sagði Karen. Rut: Erfitt að elta þær allan leikinn„Þetta var svolítið erfið byrjun og við erum að elta þær allan leikinn sem er errfitt. Mér fannst við vera vel stemmdar fyrir leikinn en ég skil ekki alveg hvað gerðist. Á móti svona góðu liði þá má þetta ekki gerast því við verðum að vera tilbúnar frá byrjun," sagði Rut Jónsdóttir besti maður íslenska liðsins ásatm Jenný Ásmundsdóttur í markinu. „Ég kom grimm í þennan leik og var að vinna þristinn ágætlega í fyrri hálfleik og svo var ég kannski ákveðnari að fara sjálf í seinni hálfleik. Ég veit það samt ekki því það var ekki nóg," sagði Rut. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta voru mjög sterk lið sem við vorum að mæta. Við erum líka margar mjög ungar og eigum mikið eftir. Við þurfum helst að bæta líkamlegan styrk hjá okkur. Við getum ekki orðið hærri en við getum bætt styrk," sagði Rut. „Við vorum sjö mörkum undir í hálfleik. Það er erfitt en það er allt hægt í handbolta. Með góðum seinni hálfleik þá hefðum við alveg getað náð þessu. Við hættum ekki og vorum að berjast allan leikinn en það var ekki nóg," sagði Rut. Jenný: Við hefðum þurft að lemja þær meira Jenný Ásmundsdóttir.Mynd/StefánJenný Ásmundsdóttir varði þrjú víti í leiknum og gerði sitt eins og í hinum leikjunum en það var ekki nóg í kvöld ekki frekar en á móti Svartfjallalandi eða Rúmeníu. „Vörnin var ekki að ganga í fyrri hálfleik og þær náði því sem þær hafa verið að gera feykilega vel sem er að leysa inn í 4:2 og setja hindrun á þristana okkar. Þær voru að opna vel fyrir fimmuna og hún skorar strax auðveld mörk og við virðumst ekki ná taktinum í upphafi. Kannski vantaði bara meiri handavinnu í vörnina," sagði Jenný. „Þó að ég hafi náð að klukka einhverja bolta þá náðum við aldrei að nýta það og þetta verður allt rosalega erfitt strax. Mér fannst stemningin fyrir leik og í upphitun vera rosalega góð en svo þegar var flautað á þá leið mér eins og ég hafi fengið þær ofan á mig. Það var eins og allt væri opið hjá okkur og þá verður allt svo erfitt," sagði Jenný. „Þær náðu að opna vörnina okkur mjög vel og það vantaði bara meiri grimmd og baráttu í okkur. Við hefðum þurft að lemja þær meira því þær eru harðar hinum megin og náðu að stoppa vel sóknina hjá okkur. Við lentum í sömu vandamálum og við höfum verið að lenda í," sagði Jenný. „Maður reynir alltaf að gera sitt besta en það eru alltaf einhver atriði sem við getum tekið með okkur. Það gerir maður og verður ánægður með það sem maður getur verið ánægður með," sagði Jenný. „Við getum allar tekið það á okkur að við getum gert betur. Við þurfum að vinna með það og finna þá leiðina til að ná þesum góðum "elementum" fram í okkar leik. Ef sóknin er góð þá var vörnin ekki góð en þegar vörnin var góð þá var sóknin ekki góð. Okkur virðist ekki takast að ná þessum öllu þremur hlutum góðum á sama tíma á þessu móti eins og okkur tókst á síðasta móti," sagði Jenný. „Við þurfum bara að vinna í því þetta er þarna. Það er bara að ná þessu fram," sagði Jenný.Mynd/StefánHrafnhildur Skúladóttir.Mynd/StefánKaren KnútsdóttirMynd/StefánRut JónsdóttirMynd/Stefán
Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira