Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum 13. nóvember 2012 08:30 Þótt slakað verður á lúxusnum í Laxá í Dölum næsta sumar ætti ekki að væsa um menn í vel búnu veiðihúsinu. Mynd / Söluskrá SVFR 2012. Engin fæðisskylda verður í Laxá í Dölum næsta sumar. Með þessu bregst Stangaveiðifélag Reykjavíkur við óskum þeirra sem vilja draga úr kostnaði við veiði í betri ám landsins. Auk þess sem fæðisskyldan verður afnmunin verður heimilt að veiða með blönduðu agni í Dölunum fram til 20. júlí. Um þetta er fjallað á svfr.is: "Líkt og veiðimönnum, og ekki síst unnendum Laxár ætti að vera kunnugt, þá hefur veiðin í ánni ekki verið sem skildi undanfarin tvö sumur. Eftir frábært sumar árið 2010 þegar yfir 1.760 laxar veiddust á sex dagsstangir hefur hallað undan fæti. Bæði hefur vatnsleysi og vöntun á fiski gert það að verkum að veiðin hefur ekki verið svipur hjá sjón, en meðalveiði í ánni er yfir 1000 laxar á sumri. Hefur það sett ána í flokk meðal aflahæstu laxveiðiáa landsins. Næsta sumar hefur verið ákveðið að veiða með blönduðu agni fram til 20. júlí, og það sem meira er, þá hefur fæðisskylda nú verið afnumin. Því munu veiðimenn geta haft það náðugt í glæsilegu veiðihúsi við Þrándagil og séð sjálfir um matseldina. Leitun er að rúmbetra og glæsilegra veiðihúsi en við Laxá og því ljóst að ekki mun væsa um veiðimenn í átta tveggja manna herbergjum. Uppábúin rúm verða í boði fyrir veiðimenn og er húsið þrifið við brottför. Mun því verða komið á vægu húsgjaldi með hverri stöng. Það er mat stjórnar félagsins að eftir sem áður ættu fjölskyldur og vinahópar að geta átt góðar stundir við Laxá, án þess að þurfa að greiða fyrir fullt fæði fyrir hvern haus. Að auki geta maðkveiðimenn fundið sér samastað líkt og í nágrannaánni Fáskrúð, og veitt nýgenginn lax án þess að þurfa að brúka flugu eingöngu. Nánari útlistun á þessu fyrirkomulagi mun verða birt í komandi söluskrá SVFR." Víst er að margir veiðimenn munu fagna þessari breytingu því talsverð þreyta er komin í mannskapinn gagnavart þvi að borga jafnvel tugþúsundir á dag fyrir veisluhöld.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði
Engin fæðisskylda verður í Laxá í Dölum næsta sumar. Með þessu bregst Stangaveiðifélag Reykjavíkur við óskum þeirra sem vilja draga úr kostnaði við veiði í betri ám landsins. Auk þess sem fæðisskyldan verður afnmunin verður heimilt að veiða með blönduðu agni í Dölunum fram til 20. júlí. Um þetta er fjallað á svfr.is: "Líkt og veiðimönnum, og ekki síst unnendum Laxár ætti að vera kunnugt, þá hefur veiðin í ánni ekki verið sem skildi undanfarin tvö sumur. Eftir frábært sumar árið 2010 þegar yfir 1.760 laxar veiddust á sex dagsstangir hefur hallað undan fæti. Bæði hefur vatnsleysi og vöntun á fiski gert það að verkum að veiðin hefur ekki verið svipur hjá sjón, en meðalveiði í ánni er yfir 1000 laxar á sumri. Hefur það sett ána í flokk meðal aflahæstu laxveiðiáa landsins. Næsta sumar hefur verið ákveðið að veiða með blönduðu agni fram til 20. júlí, og það sem meira er, þá hefur fæðisskylda nú verið afnumin. Því munu veiðimenn geta haft það náðugt í glæsilegu veiðihúsi við Þrándagil og séð sjálfir um matseldina. Leitun er að rúmbetra og glæsilegra veiðihúsi en við Laxá og því ljóst að ekki mun væsa um veiðimenn í átta tveggja manna herbergjum. Uppábúin rúm verða í boði fyrir veiðimenn og er húsið þrifið við brottför. Mun því verða komið á vægu húsgjaldi með hverri stöng. Það er mat stjórnar félagsins að eftir sem áður ættu fjölskyldur og vinahópar að geta átt góðar stundir við Laxá, án þess að þurfa að greiða fyrir fullt fæði fyrir hvern haus. Að auki geta maðkveiðimenn fundið sér samastað líkt og í nágrannaánni Fáskrúð, og veitt nýgenginn lax án þess að þurfa að brúka flugu eingöngu. Nánari útlistun á þessu fyrirkomulagi mun verða birt í komandi söluskrá SVFR." Víst er að margir veiðimenn munu fagna þessari breytingu því talsverð þreyta er komin í mannskapinn gagnavart þvi að borga jafnvel tugþúsundir á dag fyrir veisluhöld.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði