Veitt út mánuðinn í Ytri-Rangá Trausti Hafliðason skrifar 15. október 2012 17:31 Við Klöppina í Ytri-Rangá. Sá staður er enn að gefa lax. Mynd / Trausti Hafliðason Lax-á hefur ákveðið að lengja laxveiðitímann í Ytri-Rangá um tíu daga. Veitt verður til 30. október en þess ber að geta að fyrsti vetrardagur er 27. október. „Þetta er fínt tækifæri fyrir þá sem vilja segja bless; fyrir þá sem vilja kveðja laxveiðisumarið með einum lokatúr," segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á. Þó veiðin hafi vissulega dvínað töluvert undanfarnar vikur er einn að reitast upp fiskur í ánni. Síðustu tvo daga hafa veiðst um tíu laxar. „Veiðin er auðvitað erfið þegar það er frost úti, það gefur augaleið," segir Stefán. „Á þessum árstíma líta menn nú líka á þetta sem góða útiveru og vilji menn hreinsa hugann aðeins er fátt betra en að standa á árbakka með veiðistöng. Það er líka ágætt að láta sér verða aðeins kalt í vöðlunum og fá sér pulsu í sjoppunni á Hellu." Verðið per stöng er á bilinu 10.500 til 15.500 krónur eins og sjá má á agn.is.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Nýr leigutaki að Skjálfandafljóti Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Forboðinn ilmur, sjússasmjatt og skvaldur Veiði
Lax-á hefur ákveðið að lengja laxveiðitímann í Ytri-Rangá um tíu daga. Veitt verður til 30. október en þess ber að geta að fyrsti vetrardagur er 27. október. „Þetta er fínt tækifæri fyrir þá sem vilja segja bless; fyrir þá sem vilja kveðja laxveiðisumarið með einum lokatúr," segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á. Þó veiðin hafi vissulega dvínað töluvert undanfarnar vikur er einn að reitast upp fiskur í ánni. Síðustu tvo daga hafa veiðst um tíu laxar. „Veiðin er auðvitað erfið þegar það er frost úti, það gefur augaleið," segir Stefán. „Á þessum árstíma líta menn nú líka á þetta sem góða útiveru og vilji menn hreinsa hugann aðeins er fátt betra en að standa á árbakka með veiðistöng. Það er líka ágætt að láta sér verða aðeins kalt í vöðlunum og fá sér pulsu í sjoppunni á Hellu." Verðið per stöng er á bilinu 10.500 til 15.500 krónur eins og sjá má á agn.is.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Nýr leigutaki að Skjálfandafljóti Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Forboðinn ilmur, sjússasmjatt og skvaldur Veiði