Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail 8. október 2012 15:49 Sjóbirtingur. Mynd / Trausti Hafliðason Ágæt veiði hefur verið í Eldvatnsbotnum undanfarið. Ríflega 80 sentímetra langir sjóbirtingar hafa veiðst. Fyrir nokkrum dögum fengust fjórir á Pheasant Tail púpu. „Aðeins er veitt á tvær stangir í Botnunum og er aðgengi mjög þægilegt fyrir veiðimenn, enda vegur niður að veiðimörkum við Eldvatn," segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. „Holl sem var við veiðar dagana 24-26. september fékk þrettán fiska og dagarnir 28-30. september gáfu níu. Þá gaf ein morgunvaktin þann 4. október fimm stóra sjóbirtinga sem allir féllu fyrir litlum púpum veiddum andstreymis. Voru þar á ferðinni birtingar að 86 sentimetrum. Annar 84 sentimetra fiskur veiddist skömmu áður." Á vef SVFR segir að mesta veiðin hafi verið á veiðistöðunum Beygjunni og Breiðunni. Sjaldan sé samt mikið af fiski á báðum stöðum á sama tíma „Um er að ræða nánast samfellda veiðistaði, þannig að sjóbirtingurinn virðist færa sig nokkuð um set. Þannig sjá hollin ýmist mikið af fiski á Breiðunni, nú eða ekkert! Mun erfiðara er að veiða Beygjuna enda vatn hraðara en þar sem neðar dregur. Þó hentar Beygjan einkar vel þeim sem veiða andsteymis með púpum og tökuvara. Það var raunin síðastliðinn fimmtudagsmorgun þegar að fjórir stórir birtingar fengust á Pheasant Tail púpu. Allir voru þeir vænir - og allir með nokkuð áberandi Steinsugusár á kvið. Einn veiddist svo í kjölfarið í Heljarhyl sem virðist einnig hafa verið nokkuð gjöfull nú á haustdögum."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði
Ágæt veiði hefur verið í Eldvatnsbotnum undanfarið. Ríflega 80 sentímetra langir sjóbirtingar hafa veiðst. Fyrir nokkrum dögum fengust fjórir á Pheasant Tail púpu. „Aðeins er veitt á tvær stangir í Botnunum og er aðgengi mjög þægilegt fyrir veiðimenn, enda vegur niður að veiðimörkum við Eldvatn," segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. „Holl sem var við veiðar dagana 24-26. september fékk þrettán fiska og dagarnir 28-30. september gáfu níu. Þá gaf ein morgunvaktin þann 4. október fimm stóra sjóbirtinga sem allir féllu fyrir litlum púpum veiddum andstreymis. Voru þar á ferðinni birtingar að 86 sentimetrum. Annar 84 sentimetra fiskur veiddist skömmu áður." Á vef SVFR segir að mesta veiðin hafi verið á veiðistöðunum Beygjunni og Breiðunni. Sjaldan sé samt mikið af fiski á báðum stöðum á sama tíma „Um er að ræða nánast samfellda veiðistaði, þannig að sjóbirtingurinn virðist færa sig nokkuð um set. Þannig sjá hollin ýmist mikið af fiski á Breiðunni, nú eða ekkert! Mun erfiðara er að veiða Beygjuna enda vatn hraðara en þar sem neðar dregur. Þó hentar Beygjan einkar vel þeim sem veiða andsteymis með púpum og tökuvara. Það var raunin síðastliðinn fimmtudagsmorgun þegar að fjórir stórir birtingar fengust á Pheasant Tail púpu. Allir voru þeir vænir - og allir með nokkuð áberandi Steinsugusár á kvið. Einn veiddist svo í kjölfarið í Heljarhyl sem virðist einnig hafa verið nokkuð gjöfull nú á haustdögum."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði