Innlent

"Það munu ekki margir feta í fótspor Jóhönnu“

BBI skrifar
Katrín Júlíusdóttir.
Katrín Júlíusdóttir.
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi staðið sig gríðarlega vel bæði sem forsætisráðherra og þingmaður alla tíð. Jóhanna tilkynnti í dag að hún hyggðist hætta í pólitík eftir líðandi kjörtímabil.

„Ég hef nokkuð blendnar tilfinningar gagnvart því," segir Katrín um ákvörðun Jóhönnu. „Það verður mikill sjónarsviptir af henni og hennar pólitík. Það verða ekki margir sem ná að feta í fótspor hennar."

Katrín hefur ekki ákveðið hvort hún muni bjóða sig fram til forystu í Samfylkingunni eftir að Jóhanna yfirgefur sviðið. „Þetta var nú bara að gerast og ég segi nú bara eitt í einu," segir hún í samtali við Vísi. „En nú fer fólk bara að líta í kringum sig," segir hún og telur eðlilegt að fólkið í grasrót flokksins fari að ráða ráðum sínum og velta fyrir sér hvern það vill sjá sem eftirmann Jóhönnu.


Tengdar fréttir

Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að hætta í stjórnmálum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar að láta af embætti í lok kjörtímabilsins og formennsku í Samfylkingunni. Þetta segir hún í tölvupósti til samflokksmanna sinna. Í tölvupóstinum fer Jóhanna yfir kjörtímabilið sem brátt er á enda, úrslit síðustu kosninga og hvað áunnist hefur í efnahagsmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×