Gæsirnar falla á ökrunum í Gunnarsholti 18. september 2012 16:00 Besta tíminn er enn framundan hjá gæsaveiðimönnum. Mynd / Hari Þótt gæsaveiðitímabilið hafi ekki náð hámarki hafa skotveiðimenn setið við akrana um nokkurt skeið með ágætum árangri. Til dæmis í Gunnarsholti eins og lesa má um á vef Lax-ár. Fram kemur á lax-a.is að farið sé að taka á móti gæsaveiðimönnum í Gunnarsholti í Rangárvallasýslu og að veiðin hafi gengið vel það sem af er. Á sunnudagsmorgun hafi til dæmis einn veiðimaður náð kvótanum og tólf gæsum til viðbótar í gær. "Oftast hefur mesta veiðin verið í október en seinnihluti septembermánaðar getur einnig verið drjúgur. Það stefnir allt í að svo verði líka í ár," segir á lax-a.is. Veiðisvæði Lax-ár er sagt vera um 500 hektarar með mjög mörgum örkum. "Við höfum þó gætt þess að ofsetja svæðið ekki veiðmönnum til að skerða ekki gæðin fyrir hvern og einn. Leiðsögumaður er alltaf með í för með skyttum og velur hann akurinn hverju sinni, stillir upp gervigæsum og skipuleggur hvernig staðið er veiðum," segir á lax-a.is. gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Af stórlöxum sumarsins Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði
Þótt gæsaveiðitímabilið hafi ekki náð hámarki hafa skotveiðimenn setið við akrana um nokkurt skeið með ágætum árangri. Til dæmis í Gunnarsholti eins og lesa má um á vef Lax-ár. Fram kemur á lax-a.is að farið sé að taka á móti gæsaveiðimönnum í Gunnarsholti í Rangárvallasýslu og að veiðin hafi gengið vel það sem af er. Á sunnudagsmorgun hafi til dæmis einn veiðimaður náð kvótanum og tólf gæsum til viðbótar í gær. "Oftast hefur mesta veiðin verið í október en seinnihluti septembermánaðar getur einnig verið drjúgur. Það stefnir allt í að svo verði líka í ár," segir á lax-a.is. Veiðisvæði Lax-ár er sagt vera um 500 hektarar með mjög mörgum örkum. "Við höfum þó gætt þess að ofsetja svæðið ekki veiðmönnum til að skerða ekki gæðin fyrir hvern og einn. Leiðsögumaður er alltaf með í för með skyttum og velur hann akurinn hverju sinni, stillir upp gervigæsum og skipuleggur hvernig staðið er veiðum," segir á lax-a.is. gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Af stórlöxum sumarsins Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði