Stuð á sjóbirtingsslóðum 19. september 2012 10:45 Tími sjóbirtinganna er runninn upp enn eitt haustið. Mynd / Garðar Örn Úlfarsson Ágætlega hefur veiðst í sjóbirtingsám Stangveiðifélags Keflavíkur að undanförnu. Að því er kemur fram á heimasíðu félagsins er mikið magn af fiski í Fossáluum og Geirlandsáin er einnig að gefa. Á svfk.is er vitnað til Hólmgeirs Hólmgeirssonar sem var við veiðar í Fossálum 12. til 14. september. Aflinn var sautján fiskar. Segir Hólmgeir kjöraðstæður hafa verið og töluvert af fiski þegar hollið mætti austur. "Svo óx í álunum og þá færðist fjör í leikinn. Vart varð við mikið af fiski þá sérstaklega í veiðistöðum 14 og 17. Til að mynda sást 20 til 30 fiska torfa við veiðistað númer 17. Við fengum töluvert af góðum matfiski sem voru á bilinu 2 til 5 pund, og sáum alveg torfu af fiski sem var á leiðinni upp að fossum," segir Hólmgeir í sendingu til svfk.is. "Í heildina voru þetta 17 fiskar sem urðu samferða okkur heim og erum í sjöunda himni yfir þessu öllu saman," segir Hólmgeir. Þá kemur fram á svfk.is að helgina 14. - 16. september hafi veiðst þrír laxar, þrjár bleikjur og tveir sjóbirtingar í Geirlandsá.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Stórir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Enn einn góður dagur í Stóru Laxá Veiði Óvíst með erlenda veiðimenn í sumar Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Gæsaveiðin gengur vel Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Frábært í Hítará Veiði
Ágætlega hefur veiðst í sjóbirtingsám Stangveiðifélags Keflavíkur að undanförnu. Að því er kemur fram á heimasíðu félagsins er mikið magn af fiski í Fossáluum og Geirlandsáin er einnig að gefa. Á svfk.is er vitnað til Hólmgeirs Hólmgeirssonar sem var við veiðar í Fossálum 12. til 14. september. Aflinn var sautján fiskar. Segir Hólmgeir kjöraðstæður hafa verið og töluvert af fiski þegar hollið mætti austur. "Svo óx í álunum og þá færðist fjör í leikinn. Vart varð við mikið af fiski þá sérstaklega í veiðistöðum 14 og 17. Til að mynda sást 20 til 30 fiska torfa við veiðistað númer 17. Við fengum töluvert af góðum matfiski sem voru á bilinu 2 til 5 pund, og sáum alveg torfu af fiski sem var á leiðinni upp að fossum," segir Hólmgeir í sendingu til svfk.is. "Í heildina voru þetta 17 fiskar sem urðu samferða okkur heim og erum í sjöunda himni yfir þessu öllu saman," segir Hólmgeir. Þá kemur fram á svfk.is að helgina 14. - 16. september hafi veiðst þrír laxar, þrjár bleikjur og tveir sjóbirtingar í Geirlandsá.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Stórir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Enn einn góður dagur í Stóru Laxá Veiði Óvíst með erlenda veiðimenn í sumar Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Gæsaveiðin gengur vel Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Frábært í Hítará Veiði