Stuð á sjóbirtingsslóðum 19. september 2012 10:45 Tími sjóbirtinganna er runninn upp enn eitt haustið. Mynd / Garðar Örn Úlfarsson Ágætlega hefur veiðst í sjóbirtingsám Stangveiðifélags Keflavíkur að undanförnu. Að því er kemur fram á heimasíðu félagsins er mikið magn af fiski í Fossáluum og Geirlandsáin er einnig að gefa. Á svfk.is er vitnað til Hólmgeirs Hólmgeirssonar sem var við veiðar í Fossálum 12. til 14. september. Aflinn var sautján fiskar. Segir Hólmgeir kjöraðstæður hafa verið og töluvert af fiski þegar hollið mætti austur. "Svo óx í álunum og þá færðist fjör í leikinn. Vart varð við mikið af fiski þá sérstaklega í veiðistöðum 14 og 17. Til að mynda sást 20 til 30 fiska torfa við veiðistað númer 17. Við fengum töluvert af góðum matfiski sem voru á bilinu 2 til 5 pund, og sáum alveg torfu af fiski sem var á leiðinni upp að fossum," segir Hólmgeir í sendingu til svfk.is. "Í heildina voru þetta 17 fiskar sem urðu samferða okkur heim og erum í sjöunda himni yfir þessu öllu saman," segir Hólmgeir. Þá kemur fram á svfk.is að helgina 14. - 16. september hafi veiðst þrír laxar, þrjár bleikjur og tveir sjóbirtingar í Geirlandsá.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði
Ágætlega hefur veiðst í sjóbirtingsám Stangveiðifélags Keflavíkur að undanförnu. Að því er kemur fram á heimasíðu félagsins er mikið magn af fiski í Fossáluum og Geirlandsáin er einnig að gefa. Á svfk.is er vitnað til Hólmgeirs Hólmgeirssonar sem var við veiðar í Fossálum 12. til 14. september. Aflinn var sautján fiskar. Segir Hólmgeir kjöraðstæður hafa verið og töluvert af fiski þegar hollið mætti austur. "Svo óx í álunum og þá færðist fjör í leikinn. Vart varð við mikið af fiski þá sérstaklega í veiðistöðum 14 og 17. Til að mynda sást 20 til 30 fiska torfa við veiðistað númer 17. Við fengum töluvert af góðum matfiski sem voru á bilinu 2 til 5 pund, og sáum alveg torfu af fiski sem var á leiðinni upp að fossum," segir Hólmgeir í sendingu til svfk.is. "Í heildina voru þetta 17 fiskar sem urðu samferða okkur heim og erum í sjöunda himni yfir þessu öllu saman," segir Hólmgeir. Þá kemur fram á svfk.is að helgina 14. - 16. september hafi veiðst þrír laxar, þrjár bleikjur og tveir sjóbirtingar í Geirlandsá.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði