Handbolti

Rhein-Neckar Löwen byrjar með sigri

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Guðmundur og lærisveinar byrja vel.
Guðmundur og lærisveinar byrja vel. NORDIC PHOTOS / GETTY
Rhein-Neckar Löwen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar og Alexander Petersson leikur með byrjaði þýsku úrvalsdeildina í handbolta með sigri á Göppingen 30-25. Löwen var einu marki yfir í hálfleik, 13-12.

Jafnt var á öllum tölum framan af leik en um miðbik fyrri hálfleiks náði Löwen fjögurra marka forystu sem Göppingen náði að minnka í eitt mark fyrir hálfleik.

Löwen hóf seinni hálfleik af krafti og komst fljótt sex mörkum yfir 19-13. Göppingen náði að minnka muninn í þrjú mörk 23-20 en nær komust liðið ekki. Löwen náði aftur sex marka forystu 27-21 og vann að lokum öruggan sigur þó Göppingen hafi barist af krafti allan leikinn.

Uwe Gensheimer var markahæstur í liði Löwen með 10 mörk. Alexander Petersson átti einnig mjög góðan leik og skoraði átta mörk auk þess að fara mikinn í vörn liðsins. Kim Ekdahl du Rietz skoraði fimm mörk og Zarko Sesum fjögur. Niklas Landin varði 16 skot í marki Löwen.

Hjá Göppingen var Momir Rnic atkvæðamestur með 10 mörk, Zarko Markovic skoraði sex og Dragos-Nicolae Oprea þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×