Laxá í Laxárdal: Stórurriðamok á þurrflugu! 12. ágúst 2012 20:55 Bæði ofan og neðan stíflu er Laxá, hvort sem er í Laxárdal, Mývatnssveit eða Aðaldal, stórfengleg veiðivatn. Mynd/Svavar Þrátt fyrir að veðráttan norðan heiða að undanförnu sé laxveiðimönnum ekki að skapi, þá blóta menn ekki blíðunni á urriðasvæðunum ofan virkjunar. Á heimasíðu SVFR segir frá því að hver stórurriðinn á fætur öðrum hefur glatt veiðimenn í Laxá í Laxárdal undanfarna daga – og flestir taka þurrflugur! Mikill fjöldi urriða á bilinu 5-7 pund hafa látið glepjast af þurrflugum veiðimanna og segir að óvenju mikið sé um stórfisk þetta sumarið. Engu að síður er veiðinni nokkuð misskipt, því þeir sem beita þurrflugu eru í stöðugum stórfiskum á meðan veiðimenn sem kjósa straumflugur og púpur eru í harki. Því ræður ekki síst að slýrek hefur aukist mikið í hitunum og því erfitt að beita öðru en þurrflugu. „Málið vandast hins vegar þegar að stórfiskar taka fluguna því þeir leita mikið í slýið og slíta sig lausa. Hins vegar er urmull af stórurriðum að koma á land og meðaþyngd í Laxárdal svipuð og í smálaxaám á Vesturlandi," segir í fréttinni.Hér má kynna sér laus veiðileyfi og veiðitilhögun í urriðaparadísinni fyrir norðan á vef SVFR. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Söluskrá SVFR: Óbreytt verð á 17 svæðum og lækkað verð á einu Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði
Þrátt fyrir að veðráttan norðan heiða að undanförnu sé laxveiðimönnum ekki að skapi, þá blóta menn ekki blíðunni á urriðasvæðunum ofan virkjunar. Á heimasíðu SVFR segir frá því að hver stórurriðinn á fætur öðrum hefur glatt veiðimenn í Laxá í Laxárdal undanfarna daga – og flestir taka þurrflugur! Mikill fjöldi urriða á bilinu 5-7 pund hafa látið glepjast af þurrflugum veiðimanna og segir að óvenju mikið sé um stórfisk þetta sumarið. Engu að síður er veiðinni nokkuð misskipt, því þeir sem beita þurrflugu eru í stöðugum stórfiskum á meðan veiðimenn sem kjósa straumflugur og púpur eru í harki. Því ræður ekki síst að slýrek hefur aukist mikið í hitunum og því erfitt að beita öðru en þurrflugu. „Málið vandast hins vegar þegar að stórfiskar taka fluguna því þeir leita mikið í slýið og slíta sig lausa. Hins vegar er urmull af stórurriðum að koma á land og meðaþyngd í Laxárdal svipuð og í smálaxaám á Vesturlandi," segir í fréttinni.Hér má kynna sér laus veiðileyfi og veiðitilhögun í urriðaparadísinni fyrir norðan á vef SVFR. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Söluskrá SVFR: Óbreytt verð á 17 svæðum og lækkað verð á einu Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði