Ólafur: Árangur okkar engin tilviljun Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 4. ágúst 2012 21:30 Mynd/Valli Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson var með báða fætur á jörðinni eftir sigurinn í kvöld og minnti á að það er enn mikið eftir af þessu móti. Ísland vann í kvöld Frakka á glæsilegan máta og þar með sinn fjórða sigur í röð á Ólympíuleikunum í London. Liðið trónir á toppi A-riðils með fullt hús stiga og á einn leik eftir - gegn Bretum á mánudag. „Því miður getum við bara leyft okkur að njóta þessa sigurs í kvöld en svo er það bara búið," sagði landsliðsfyrirliðinn. „Við vorum að brjóta ákveðinn ís með þessum sigri í kvöld. Sýndum að árangurinn okkar er engin tilviljun heldur að við erum bara nokkuð þéttir." „Einu vandræðin sem við lendum í er þegar við verðum einum færri. Annars erum við nokkuð slípaðir og flottir og verðum við að kunna þá list að vera efstir, með kassann úti og verða svo enn betri eftir því sem sjálfstraustið eykst." „Við fáum nú lið sem er í fjórða sæti í hinum riðlinum í 8-liða úrslitum en það er alveg ljóst að ein sekúnda af vanmati fyrir þann leik getur verið mjög skaðlegt." „Ég vil þó helst ekki talað mikið um það. Nú túttnum við út af öllum þessu góða sem við gerðum." Ólafur bendir á að það hafi verið ýmsilegt við leik íslenska liðsins sem hægt er að bæta. „Við gerðum of mikið af tæknifeilum í dag og Bjöggi bjargaði okkur nokkrum sinnum vel í markinu. Vörnin var samt mjög þétt og auðvitað margt gott við þetta." Hann segir að í einu skiptin sem íslenska liðið gefi færi á sér er þegar það missir mann út af og lendir í undirtölu. „Þá vill takturinn detta úr liðinu og andstæðingurinn reynir að ganga á lagið. Auðvitað eru varnarmennirnir okkar að sinna mjög erfiðri vinnu og það er ekkert létt að vera alltaf réttu megin við strikið, þó svo að margir dómarnir hafi verið vafasamir." „Þetta var góður sigur fyrir sjálfstraustið. Menn geta talað um sæta sigra en það er bara svo skammvinnt. Nú höldum við áfram því í svona móti hefur maður engan tíma til að njóta sætra sigra." Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Fleiri fréttir Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson var með báða fætur á jörðinni eftir sigurinn í kvöld og minnti á að það er enn mikið eftir af þessu móti. Ísland vann í kvöld Frakka á glæsilegan máta og þar með sinn fjórða sigur í röð á Ólympíuleikunum í London. Liðið trónir á toppi A-riðils með fullt hús stiga og á einn leik eftir - gegn Bretum á mánudag. „Því miður getum við bara leyft okkur að njóta þessa sigurs í kvöld en svo er það bara búið," sagði landsliðsfyrirliðinn. „Við vorum að brjóta ákveðinn ís með þessum sigri í kvöld. Sýndum að árangurinn okkar er engin tilviljun heldur að við erum bara nokkuð þéttir." „Einu vandræðin sem við lendum í er þegar við verðum einum færri. Annars erum við nokkuð slípaðir og flottir og verðum við að kunna þá list að vera efstir, með kassann úti og verða svo enn betri eftir því sem sjálfstraustið eykst." „Við fáum nú lið sem er í fjórða sæti í hinum riðlinum í 8-liða úrslitum en það er alveg ljóst að ein sekúnda af vanmati fyrir þann leik getur verið mjög skaðlegt." „Ég vil þó helst ekki talað mikið um það. Nú túttnum við út af öllum þessu góða sem við gerðum." Ólafur bendir á að það hafi verið ýmsilegt við leik íslenska liðsins sem hægt er að bæta. „Við gerðum of mikið af tæknifeilum í dag og Bjöggi bjargaði okkur nokkrum sinnum vel í markinu. Vörnin var samt mjög þétt og auðvitað margt gott við þetta." Hann segir að í einu skiptin sem íslenska liðið gefi færi á sér er þegar það missir mann út af og lendir í undirtölu. „Þá vill takturinn detta úr liðinu og andstæðingurinn reynir að ganga á lagið. Auðvitað eru varnarmennirnir okkar að sinna mjög erfiðri vinnu og það er ekkert létt að vera alltaf réttu megin við strikið, þó svo að margir dómarnir hafi verið vafasamir." „Þetta var góður sigur fyrir sjálfstraustið. Menn geta talað um sæta sigra en það er bara svo skammvinnt. Nú höldum við áfram því í svona móti hefur maður engan tíma til að njóta sætra sigra."
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Fleiri fréttir Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Sjá meira