Handbolti

Guðjón Valur hvíldi á æfingu í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Valli
Guðjón Valur Sigurðsson hvíldi þegar að íslenska handboltalandsliðið æfði í London um hádegisbilið í dag. Guðjón Valur hefur spilað flesta leiki Íslands á Ólympíuleikunum frá upphafi til enda og var markahæsti leikmaður riðlakeppninnar með 36 mörk.

„Guðjón Valur var stífur í bakinu og hvíldi. En ég hef engar áhyggjur af því. Hann spilar á morgun," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, við Vísi í dag.

Snorri Steinn Guðjónsson er loksins búinn að fá sig góðan af sinaskeiðabólgunni sem háði honum mjög í aðdraganda leikanna og fyrstu leikjum Íslands.

„Hann er orðinn fínn og eru allir leikmenn almennt í fínu standi. Við erum klárir í leikinn á morgun," bætti Guðmundur við en Ísland mætir Ungverjalandi í fjórðungsúrslitum klukkan 10 í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×