Körfubolti

Ragna Margrét til liðs við Val

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Valur.is

Körfuknattleikskonan Ragna Margrét Brynjarsdóttir er gengin til liðs við meistaraflokk Vals í körfuknattleik. Frá þessu er greint á heimasíðu Vals.

Ragna Margrét, sem er 22 ára miðherji, lék á síðasta tímabili með KFUM Sundsvall Basket í Svíþjóð. Hún spilaði síðast á Íslandi með Haukum tímabilið 2010-2011 þar sem hún var með tvöfalda tvennu að meðaltali í leik, 11,3 stig og 10 fráköst.

Ragna Margrét er þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við félagið á skömmum tíma. Áður höfðu Sara Diljá Sigurðardóttir og Sólilja Bjarnadóttir samið við Val.

María Ben Erlingsdóttir leikur í Frakklandi á næsta tímabili og Berglind Ingvarsdóttir er frá keppni vegna barnseigna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.