Handbolti

Aron stóðst læknisskoðun og er á leið til London

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að Aron Pálmarsson hafi staðist læknisskoðun hjá félagi sínu og að hann sé því á leið til Lundúna að öllu óbreyttu.

Aron hélt til Þýskalands í gær og gekkst undir læknisskoðun hjá félagi sínu, Kiel, sem hann stóðst.

„Virðast þeir læknar sem að málinu hafa komið sammála um að Aron geti tekið þátt í Ólympíuleikunum í London 2012," segir í tilkynningunni.

„Aron kemur til landsins í kvöld og getur tekið þátt í næstu æfingu landsliðsins sem fer fram miðvikudag 25. júlí en þá fer liðið út til London og æfir," segir enn fremur.

Þetta eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið en óvissa hefur verið um þátttöku Arons á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Leikarnir hefjast á föstudaginn og Ísland á fyrsta leik á sunnudag.

Ísland mætir Argentínu í æfingaleik í Kaplakrika í kvöld og hefst leikurinn klukkan 20.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×