Lífeyrissjóður verzlunarmanna kaupir stóran hlut í Eimskip Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júlí 2012 19:10 Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur gengið frá kaupum á 14 prósenta hlut í Eimskipi af slitastjórn Landsbankans og bandaríska fyrirtækinu Yucaipa á rúmlega 5 milljarða króna. Kaupin gætu styrkt Eimskip fyrir skráningu í Kauphöll Íslands í haust. Eimskip rann í faðm kröfuhafa sinna eftir hrunið en stærstu hluthafar þessa stærsta skipafyrirtækis landsins eru í dag slitastjórn Landsbankans, sem fer með 37 prósenta hlut og bandaríska fyrirtækið Yucaipa sem á 32 prósenta hlut, sem það eignaðist 2009 eftir að Eimskip fór í gegnum fjárhagsalega endurskipulagningu. Undanfarna mánuði hafa fjárfestar sett sig í samband við þessa aðila með fyrirhuguð kaup á hlutabréfum í Eimskip í huga. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa viðræður meðal annars staðið yfir við Lífeyrissjóð verzlunarmanna og hafa þessar viðræður nú borið ávöxt. Samkvæmt heimildum sem fréttastofa metur traustar hefur lífeyrissjóðurinn nú náð samkomulagi um kaup á 14 prósenta hlut í Eimskip af þessum aðilum, slitastjórn LÍ og Yucaipa og er kaupverðið rúmlega 5 milljarðar króna. Ekki liggur fyrir hvernig bréfin skiptast milli Yucaipa og slitastjórnar Landsbankans. Ekki er útilokað að Eimskip sé enn vænlegra en áður fyrir skráningu með traustan fjárfesti eins og einn stærsta lífeyrissjóð landsins í hluthafahópnum. Þá má gera ráð fyrir að verðmæti eignarhlutar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna aukist strax í haust ef skráning félagsins gengur vel. Miðað við þetta kaupverð er heildarverðmæti Eimskipafélagsins 36 milljarðar króna. Og því hefur verðmæti þess aukist verulega á undaförnum þremur árum. Telja má fullvíst að þau bréf sem seld verða í Eimskip í haust í Kauphöllinni komi frá slitastjórn Landsbankans og Yucaipa, en Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur fjárfest í íslensku atvinnulífi sem langtímafjárfestir eftir hrun. Þeir sem standa nálægt þessum aðilum, þ.e seljendum og kaupendum, vildu ekki láta neitt hafa eftir sér um viðskiptin í dag. En samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar stendur til að tilkynna formlega um viðskiptin eftir helgi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur gengið frá kaupum á 14 prósenta hlut í Eimskipi af slitastjórn Landsbankans og bandaríska fyrirtækinu Yucaipa á rúmlega 5 milljarða króna. Kaupin gætu styrkt Eimskip fyrir skráningu í Kauphöll Íslands í haust. Eimskip rann í faðm kröfuhafa sinna eftir hrunið en stærstu hluthafar þessa stærsta skipafyrirtækis landsins eru í dag slitastjórn Landsbankans, sem fer með 37 prósenta hlut og bandaríska fyrirtækið Yucaipa sem á 32 prósenta hlut, sem það eignaðist 2009 eftir að Eimskip fór í gegnum fjárhagsalega endurskipulagningu. Undanfarna mánuði hafa fjárfestar sett sig í samband við þessa aðila með fyrirhuguð kaup á hlutabréfum í Eimskip í huga. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa viðræður meðal annars staðið yfir við Lífeyrissjóð verzlunarmanna og hafa þessar viðræður nú borið ávöxt. Samkvæmt heimildum sem fréttastofa metur traustar hefur lífeyrissjóðurinn nú náð samkomulagi um kaup á 14 prósenta hlut í Eimskip af þessum aðilum, slitastjórn LÍ og Yucaipa og er kaupverðið rúmlega 5 milljarðar króna. Ekki liggur fyrir hvernig bréfin skiptast milli Yucaipa og slitastjórnar Landsbankans. Ekki er útilokað að Eimskip sé enn vænlegra en áður fyrir skráningu með traustan fjárfesti eins og einn stærsta lífeyrissjóð landsins í hluthafahópnum. Þá má gera ráð fyrir að verðmæti eignarhlutar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna aukist strax í haust ef skráning félagsins gengur vel. Miðað við þetta kaupverð er heildarverðmæti Eimskipafélagsins 36 milljarðar króna. Og því hefur verðmæti þess aukist verulega á undaförnum þremur árum. Telja má fullvíst að þau bréf sem seld verða í Eimskip í haust í Kauphöllinni komi frá slitastjórn Landsbankans og Yucaipa, en Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur fjárfest í íslensku atvinnulífi sem langtímafjárfestir eftir hrun. Þeir sem standa nálægt þessum aðilum, þ.e seljendum og kaupendum, vildu ekki láta neitt hafa eftir sér um viðskiptin í dag. En samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar stendur til að tilkynna formlega um viðskiptin eftir helgi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira