Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu 2. júlí 2012 06:00 Þröstur Elliðason með lúsuga 68 sentímetra hrygnu á Stapabreiðunni í Breiðdalsá. Mynd / Strengir Níu laxar eru komnir á land í Breiðdalsá sem opnaði í gær. Einn laxanna veiddist á silungasvæðinu á laugardaginn. Þrír veiddust í Jöklu en dauft var í Hrútafjarðará en þessar tvær ár opnuðu einnig í gær. Þó laxveiðin í Breiðdalsá hafi formlega hafist í gær kom fyrsti laxinn á land á laugardaginn. Þá var Reimar Ásgeirsson að renna fyrir silungi við Flögunesbakka fyrir ofan fossin Efri-Beljanda. Samkvæmt því sem segir vefsíðu Strengja er mjög sérstakt að lax sé kominn þarna upp eftir svona snemma sumars. Þröstur Elliðason veiddi fyrsta laxinn í opnunni í gærmorgun eftir aðeins 10 mínútur. Það var 68 sentímetra hrygna sem tók Sunray Shadow hitch túpu á Stapabreiðu í Tinnu. Af þeim löxum sem veiddust í Breiðdalsá í gær voru flestir á bilinu 70 til 85 sentímetrar - sá stærsti var reyndar 90 sentímetra langur. Á Jöklusvæðinu veiddust þrír laxar í gær. Einn veiddist í Steinboganum, sá var ekki lúsugur, en annar nýrunninn veiddist síðan í Sauðárbreiðu í Kaldá. Veiðivísir hefur ekki upplýsingar um það hvar þriðji laxinn veiddist. Í hádeginu í gær hafði enginn lax komið á land í Hrútafjarðará en seint í gærkvöldi fengust engar upplýsingar um það hvernig kvöldvaktin hefði gengið. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Lokatölur komnar úr flestum laxveiðiánum Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði
Níu laxar eru komnir á land í Breiðdalsá sem opnaði í gær. Einn laxanna veiddist á silungasvæðinu á laugardaginn. Þrír veiddust í Jöklu en dauft var í Hrútafjarðará en þessar tvær ár opnuðu einnig í gær. Þó laxveiðin í Breiðdalsá hafi formlega hafist í gær kom fyrsti laxinn á land á laugardaginn. Þá var Reimar Ásgeirsson að renna fyrir silungi við Flögunesbakka fyrir ofan fossin Efri-Beljanda. Samkvæmt því sem segir vefsíðu Strengja er mjög sérstakt að lax sé kominn þarna upp eftir svona snemma sumars. Þröstur Elliðason veiddi fyrsta laxinn í opnunni í gærmorgun eftir aðeins 10 mínútur. Það var 68 sentímetra hrygna sem tók Sunray Shadow hitch túpu á Stapabreiðu í Tinnu. Af þeim löxum sem veiddust í Breiðdalsá í gær voru flestir á bilinu 70 til 85 sentímetrar - sá stærsti var reyndar 90 sentímetra langur. Á Jöklusvæðinu veiddust þrír laxar í gær. Einn veiddist í Steinboganum, sá var ekki lúsugur, en annar nýrunninn veiddist síðan í Sauðárbreiðu í Kaldá. Veiðivísir hefur ekki upplýsingar um það hvar þriðji laxinn veiddist. Í hádeginu í gær hafði enginn lax komið á land í Hrútafjarðará en seint í gærkvöldi fengust engar upplýsingar um það hvernig kvöldvaktin hefði gengið. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Lokatölur komnar úr flestum laxveiðiánum Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði