Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu 2. júlí 2012 06:00 Þröstur Elliðason með lúsuga 68 sentímetra hrygnu á Stapabreiðunni í Breiðdalsá. Mynd / Strengir Níu laxar eru komnir á land í Breiðdalsá sem opnaði í gær. Einn laxanna veiddist á silungasvæðinu á laugardaginn. Þrír veiddust í Jöklu en dauft var í Hrútafjarðará en þessar tvær ár opnuðu einnig í gær. Þó laxveiðin í Breiðdalsá hafi formlega hafist í gær kom fyrsti laxinn á land á laugardaginn. Þá var Reimar Ásgeirsson að renna fyrir silungi við Flögunesbakka fyrir ofan fossin Efri-Beljanda. Samkvæmt því sem segir vefsíðu Strengja er mjög sérstakt að lax sé kominn þarna upp eftir svona snemma sumars. Þröstur Elliðason veiddi fyrsta laxinn í opnunni í gærmorgun eftir aðeins 10 mínútur. Það var 68 sentímetra hrygna sem tók Sunray Shadow hitch túpu á Stapabreiðu í Tinnu. Af þeim löxum sem veiddust í Breiðdalsá í gær voru flestir á bilinu 70 til 85 sentímetrar - sá stærsti var reyndar 90 sentímetra langur. Á Jöklusvæðinu veiddust þrír laxar í gær. Einn veiddist í Steinboganum, sá var ekki lúsugur, en annar nýrunninn veiddist síðan í Sauðárbreiðu í Kaldá. Veiðivísir hefur ekki upplýsingar um það hvar þriðji laxinn veiddist. Í hádeginu í gær hafði enginn lax komið á land í Hrútafjarðará en seint í gærkvöldi fengust engar upplýsingar um það hvernig kvöldvaktin hefði gengið. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði
Níu laxar eru komnir á land í Breiðdalsá sem opnaði í gær. Einn laxanna veiddist á silungasvæðinu á laugardaginn. Þrír veiddust í Jöklu en dauft var í Hrútafjarðará en þessar tvær ár opnuðu einnig í gær. Þó laxveiðin í Breiðdalsá hafi formlega hafist í gær kom fyrsti laxinn á land á laugardaginn. Þá var Reimar Ásgeirsson að renna fyrir silungi við Flögunesbakka fyrir ofan fossin Efri-Beljanda. Samkvæmt því sem segir vefsíðu Strengja er mjög sérstakt að lax sé kominn þarna upp eftir svona snemma sumars. Þröstur Elliðason veiddi fyrsta laxinn í opnunni í gærmorgun eftir aðeins 10 mínútur. Það var 68 sentímetra hrygna sem tók Sunray Shadow hitch túpu á Stapabreiðu í Tinnu. Af þeim löxum sem veiddust í Breiðdalsá í gær voru flestir á bilinu 70 til 85 sentímetrar - sá stærsti var reyndar 90 sentímetra langur. Á Jöklusvæðinu veiddust þrír laxar í gær. Einn veiddist í Steinboganum, sá var ekki lúsugur, en annar nýrunninn veiddist síðan í Sauðárbreiðu í Kaldá. Veiðivísir hefur ekki upplýsingar um það hvar þriðji laxinn veiddist. Í hádeginu í gær hafði enginn lax komið á land í Hrútafjarðará en seint í gærkvöldi fengust engar upplýsingar um það hvernig kvöldvaktin hefði gengið. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði