Handbolti

Guðmundur Þórður: Landsliðið ekki vettvangur til að fá tækifæri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari segir íslenska landsliðið ekki vera vettvangur fyrir leikmenn að fá tækifæri. Það sé á ábyrgð hans sem landsliðsþjálfara að stilla upp sterkasta liðinu hverju sinni.

Þetta kom fram í svari Guðmundar við fyrirspurn Guðjóns Guðmundssonar, íþróttafréttamanns Stöðvar 2, á blaðamannafundi landsliðsins á Hótel Loftleiðum í dag. Boðað var til fundarins vegna landsleikjanna gegn Hollendingum í undankeppni HM á Spáni í janúar 2013.

Guðjón bað Guðmund um viðbrögð vegna gagnrýni sem hann hefur mátt sæta þess efnis að óreyndari leikmenn landsliðsins fái ekki tækifærið. Sú gagnrýni heyrðist meðal annars í undankeppni Ólympíuleikanna í Króatíu um páskana þar sem Íslendingar mættu Japönum og Chile.

„Enginn þjálfari í heiminum notar undankeppni Ólympíuleikana til að gefa sénsa," sagði Guðmundur meðal annars en allt svar hans má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×