Handbolti

33. sigurinn í húsi hjá Kiel - vantar nú bara einn í fullkomið tímabil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í THW Kiel unnu ellefu marka útisigur á botnliði Eintracht Hildesheim, 35-24, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þetta var fyrsti leikur Kiel eftir að liðið vann Meistaradeildina um síðustu helgi. Kiel var sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13, og þurfti ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri.

Kiel er búið að vinna alla 33 deildarleiki sína í vetur og vantar nú bara einn sigur í lokaumferðinni til að ná fullkomnu tímabili. Kiel er fyrir löngu búið að vinna þýsku deildina enda með ellefu stiga forskot á næsta lið sem er SG Flensburg-Handewitt.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kiel í kvöld en nýtti þó bara 3 af 8 skotum sínum. Sex af átta skotum Arons komu í fyrri hálfleiknum. Markahæsti leikmaður Kielar-liðsins í kvöld var Dominik Klein með 7 mörk.

Kiel mætir VfL Gummersbach í lokaumferðinni á laugardaginn og verður sá leikur sýndir beint á Stöð 2 Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×