Handbolti

Stefnir allt í fullkomið tímabil hjá Kiel | 32 sigrar í röð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir það að þýska handknattleiksliðið Kiel skrái sig í sögubækurnar en liðið hefur unnið alla leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni í ár.

Í dag fékk Kiel Lübbecke í heimsókn en þeir unnu 27-24. Aron Pálmarsson gerði fjögur mörk fyrir Kiel í dag en Aldreð Gíslason er þjálfari liðsins og er á góðri leið með að ná einstökum árangri með liðið.

Kiel á tvo leiki eftir af tímabilinu en félagið er einnig komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og úrslit í þýska bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×