Handbolti

Fínn leikur Hannesar dugði ekki til sigurs

Hannes Jón.
Hannes Jón.
Íslendingaliðið Hannover-Burgdorf varð að sætta sig við tap, 35-37, á heimavelli gegn Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Hannes Jón Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Hannover og Ásgeir Örn Hallgrímsson þrjú. Vignir Svavarsson lék ekki með liðinu í kvöld.

Hannover er í tólfta sæti af átján liðum deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×