Handbolti

Fyrstu handboltaleikirnir í þrívídd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar
Leikirnir fara fram í hinni glæsilega Lanxess Arena.
Leikirnir fara fram í hinni glæsilega Lanxess Arena.
Það verður engu til sparað í umfjöllun og umgjörð þegar að úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu í handbolta um helgina. Úrslithelgin fer fram í Köln og verða undanúrslitaleikirnir háðir í dag. Bronsleikurinn og sjálfur úrslitaleikurinn fara svo fram á morgun.

Nýjasta tækni verður notuð til að sýna frá leikjunum og hægt að horfa á hann í þrívídd í þeim löndum þar sem sú tækni hefur verið innleidd. Fram kemur í tilkynningu EHF að þetta sé í fyrsta sinn sem sýnt sé frá handbolta í þrívídd.

Leikjunum verður sjónvarpað til rúmlega 100 landa um allan heim og er fyrir löngu uppselt á alla leikina í Lanxess-höllinni í Köln. Gríðarlegur áhugi er á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar sem hefur nú fest sig í sessi sem hápunktur félagsliðatímabilsins í handboltaheiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×