Handbolti

Guðmundur hafði betur gegn Degi | Hannes með stórleik fyrir Hannover

Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu mikilvægan sigur á liði Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Leikurinn var jafn og æsispennandi allan leikinn en Löwen tryggði sér sigur á lokasekúndunum. Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Berlin en Róbert Gunnarsson kom ekki við sögu í liði Löwen.

Hannover-Burgdorf fékk mikilvæg stig í botnbaráttunni er það skellti Göppingen á heimavelli. Hannes Jón Jónsson fór á kostum í liði Hannover og skoraði 9 mörk. Vignir Svavarsson skoraði 4.

Rúnar Kárason og félagar urðu aftur á móti að játa sig sigraða á heimavelli gegn Gummersbach. Rúnar skoraði fimm mörk í leiknum.

Berlin er í þriðja sæti deildarinnar og Löwen því fimmta. Bergischer er í þriðja neðsta sæti en Hannover er þar fyrir ofan.

Úrslit:

Rhein-Neckar Löwen-Füchse Berlin  31-29

Hannover-Göppingen  25-23

Bergischer-Gummersbach  26-29




Fleiri fréttir

Sjá meira


×