Handbolti

Alfreð búinn að finna eftirmann Omeyer

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Johan Sjostrand.
Johan Sjostrand. Mynd/AFP
Alfreð Gíslason, þjálfari þýsku meistaranna í Kiel, virðist vera búinn að finna eftirmann franska markvarðarins Thierry Omeyer sem er á förum frá þýska félaginu eftir næsta tímabil. Omeyer hefur varið mark Kiel frá 2006 en er búinn að gera samning við Montpellier frá 1. júlí 2013.

Kieler Nachrichten segir frá því að sænski landsliðsmarkvörðurinn Johan Sjöstrand sé á leiðinni til Kiel en Sjöstrand hefur varið mark Barcelona undanfarin tvö tímabil.

Johan Sjöstrand er 25 ára gamall eða ellefu árum yngri en Omeyer. Hann lék í eitt ár með SG Flensburg-Handewitt áður en hann fór til Spánar. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2008 og hefur verið með Svíum á síðustu stórmótum. Sjöstrand er mjög góður markvörður og átti nokkra stórleiki með Svíum á EM í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×