Handbolti

Kasper Hvidt og Lars Jörgensen ætla ekki að gefa kost á sér á ÓL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Joergensen og Kasper Hvidt.
Lars Joergensen og Kasper Hvidt. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfara Dana, tókst ekki að fá AGK-reynsluboltana Kasper Hvidt og Lars Jörgensen til að gefa kost á sér í danska landsliðið fyrir Ólympíuleikana í London seinna í sumar.

Kasper Hvidt og Lars Jørgensen hafa spilað mjög vel með AG-liðinu í vetur en AG hefur unnið allt heima fyrir og er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Hvidt og Jörgensen hættu báðir í landsliðinu eftir EM í Austurríki 2010.

„Það kemur því miður ekki til greina því þeir vilja frekar vera í fríi með fjölskyldum sínum," sagði Ulrik Wilbek við sporten.tv2.dk.

„Ég ræddi við þá báða því þarna eru tveir leikmenn sem hefðu vissulega styrkt liðið okkar. Það lítur út fyrir að þeir séu orðnir of gamlir fyrir þetta verkefni og það er í fínu lagi mín vegna," bætti Wilbek við.

Ulrik Wilbek viðurkenndi þó að hann myndi setja meiri pressu á Kasper Hvidt ef að sú staða kæmi upp að aðalmarkvörðurinn Niklas Landin myndi meiðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×