Handbolti

Strákarnir unnu mikilvægan sigur á Bosníu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Hólmar Helgason skoraði fimm mörk fyrir Ísland í kvöld.
Guðmundur Hólmar Helgason skoraði fimm mörk fyrir Ísland í kvöld.
U-20 landslið Íslands í handbolta vann í kvöld afar mikilvægan sigur á jafnöldrum sínum frá Bosníu í undankeppni EM, 30-28.

Riðill Íslands fer fram hér á landi en eitt lið kemst áfram úr riðlinum í lokakeppnina sem fer fram í Tyrklandi í sumar.

Auk Íslands og Bosníu eru Eistlendingar einnig í riðlinum og munu Íslendingar mæta þeim á sunnudaginn klukkan 14.00 í Víkinni.

Strákarnir voru tveimur mörkum undir í hálfleik, 16-14, en náðu að snúa leiknum sér í hag í seinni hálfleik. Sveinn Aron Sveinsson skoraði ellefu mörk fyrir Ísland og var markahæstur.

Hjá Bosníumönnum var Dejan Malinovic langmarkahæstur með þrettán mörk.

Mörk Íslands: Sveinn Aron Sveinsson, Geir Guðmundsson 5, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Rafn Ísaksson 5, Víglundur Þórsson 3, Árni Benedikt Árnason 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×